Kia GT kynntur í París Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 09:47 Kia GT concept bíllinn sem kynntur var í Frankfürt árið 2011. Eftir margra ára bið mun Kia loks kynna nýjan GT sportbíl sinn á bílasýningunni í París í október. Framleiðsla á bílsnum á svo að hefjast árið 2017. Kia áformar einnig að smíða kraftaútgáfu af Kia Rio smábílnum til að auka úrval kraftabíla sinna og á hann að verða í boði frá og með árinu 2018. Kia sýndi fyrst hugmyndabílinn GT concept árið 2011 í Frankfürt og var hann með 3,3 lítra bensínvél með forþjöppu og skilaði 389 hestöflum og var með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýi GT bílinn á að fá útlitið að merst leiti frá hinum sportlega GT Stinger concept. Nýr Kia Rio GT á að fá 1,6 lítra og 180 hestafla vél og er honum stefnt gegn Ford Focus ST sem er með 197 hestafla vél. Kia hefur þó áhyggjur af næstu gerð Focus ST sem á að verða vopnaður 250 hestafla vél og er að hugleiða að bjóða öflugri vél í bílinn. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent
Eftir margra ára bið mun Kia loks kynna nýjan GT sportbíl sinn á bílasýningunni í París í október. Framleiðsla á bílsnum á svo að hefjast árið 2017. Kia áformar einnig að smíða kraftaútgáfu af Kia Rio smábílnum til að auka úrval kraftabíla sinna og á hann að verða í boði frá og með árinu 2018. Kia sýndi fyrst hugmyndabílinn GT concept árið 2011 í Frankfürt og var hann með 3,3 lítra bensínvél með forþjöppu og skilaði 389 hestöflum og var með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýi GT bílinn á að fá útlitið að merst leiti frá hinum sportlega GT Stinger concept. Nýr Kia Rio GT á að fá 1,6 lítra og 180 hestafla vél og er honum stefnt gegn Ford Focus ST sem er með 197 hestafla vél. Kia hefur þó áhyggjur af næstu gerð Focus ST sem á að verða vopnaður 250 hestafla vél og er að hugleiða að bjóða öflugri vél í bílinn.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent