Olítunnan þrisvar sinnum dýrari en innihaldið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 14:30 Framleiðsla á olítunnum. Í olíuviðskiptum hefur í langan tíma verið talað um verð á hverri olíutunnu. Eitt er þó verðið á innihaldinu og tunnunni sjálfri, þó yfirleitt sé nú talað um verð innihaldsins. Nú er svo komið að á tímum afar lágs verðs á olíu að innihaldið er meira en þrisvar sinnum ódýrara en tunnan sjálf. Nú kostar innihaldið 28-30 dollara en tunnan sjálf 99 dollara. Staðreyndin er nú sú að þó svo talað sé um olíverð í tunnum er olían afar sjaldan seld í tunnum heldur í heilum skipsförmum. Til upplýsingar má nefna að hver tunna af olíu tekur 42 gallon, eða 159 lítra. Að mæla magn olíu í tunnum á sér langa sögu frá tímum fyrsta olíubrunns Bandaríkjanna árið 1859 í Drake well olíubrunninum í Pennsilvaníu. Á þeim tímum var engin almennileg viðmiðun á magni seldrar olíu en henni var gjarnan tappað í ílát sem áður innhéldu viskí, bjór, fisk og terpentínu. Þessar tunnur voru sumar 40 gallon (viskítunnur) en aðrar 42 gallon. Þetta olli ruglingi og ákveðið var að finna viðmiðun sem allir þyrftu að miða við og var ákveðið að tunna af olíu væri 42 gallon. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Í olíuviðskiptum hefur í langan tíma verið talað um verð á hverri olíutunnu. Eitt er þó verðið á innihaldinu og tunnunni sjálfri, þó yfirleitt sé nú talað um verð innihaldsins. Nú er svo komið að á tímum afar lágs verðs á olíu að innihaldið er meira en þrisvar sinnum ódýrara en tunnan sjálf. Nú kostar innihaldið 28-30 dollara en tunnan sjálf 99 dollara. Staðreyndin er nú sú að þó svo talað sé um olíverð í tunnum er olían afar sjaldan seld í tunnum heldur í heilum skipsförmum. Til upplýsingar má nefna að hver tunna af olíu tekur 42 gallon, eða 159 lítra. Að mæla magn olíu í tunnum á sér langa sögu frá tímum fyrsta olíubrunns Bandaríkjanna árið 1859 í Drake well olíubrunninum í Pennsilvaníu. Á þeim tímum var engin almennileg viðmiðun á magni seldrar olíu en henni var gjarnan tappað í ílát sem áður innhéldu viskí, bjór, fisk og terpentínu. Þessar tunnur voru sumar 40 gallon (viskítunnur) en aðrar 42 gallon. Þetta olli ruglingi og ákveðið var að finna viðmiðun sem allir þyrftu að miða við og var ákveðið að tunna af olíu væri 42 gallon.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent