Norwegian Air breytir stefnu sinni vegna Ara: „Við unnum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2016 23:03 Norwegian Air hefur boðist afsökunar vegna málsins og ætlar að endurskoða stefnu sína. MYND/EGGERT JÓHANNSSON/EPA Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016 Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016
Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55