Vegfarendum í bílaborginni Stuttgart ráðlagt að nota ekki bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 12:50 Mengun í Stuttgart. Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent
Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent