Drægni BMW i3 eykst um 50% Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 09:10 BMW i3 rafmagnsbíllinn. Rafhlöður í rafmagns- og tvinnbílum fara sífellt batnandi og drægni þeirra eykst fyrir vikið hröðum skrefum og yfirleitt án þess að þyngja þurfi bílana með umfangsmeiri raflöðum. Það á svo sannarlega við litla rafmagnsbílinn i3 frá BMW sem mun fá 50% aukið drægi með nýrri og betri rafhlöðum í sumar og getur með þeim komist 193 kílómetra á fullri hleðslu en komst áður 130 km. Það þýðir að BMW i3 hefur meira drægi en núverandi kynslóð Nissan Leaf, sem reyndar er einnig að fá nýjar og langdrægari rafhlöður. BMW fór í sölu árið 2014 og selst fyrir 34.950 evrur í heimalandinu Þýskalandi, eða um 5 milljónir króna. Fáir BMW i3 bílar hafa verið fluttir hingað til lands en þó einhverjir. BMW seldi 24.057 í heiminum öllum og jók sölu hans um 50% frá árinu áður. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent
Rafhlöður í rafmagns- og tvinnbílum fara sífellt batnandi og drægni þeirra eykst fyrir vikið hröðum skrefum og yfirleitt án þess að þyngja þurfi bílana með umfangsmeiri raflöðum. Það á svo sannarlega við litla rafmagnsbílinn i3 frá BMW sem mun fá 50% aukið drægi með nýrri og betri rafhlöðum í sumar og getur með þeim komist 193 kílómetra á fullri hleðslu en komst áður 130 km. Það þýðir að BMW i3 hefur meira drægi en núverandi kynslóð Nissan Leaf, sem reyndar er einnig að fá nýjar og langdrægari rafhlöður. BMW fór í sölu árið 2014 og selst fyrir 34.950 evrur í heimalandinu Þýskalandi, eða um 5 milljónir króna. Fáir BMW i3 bílar hafa verið fluttir hingað til lands en þó einhverjir. BMW seldi 24.057 í heiminum öllum og jók sölu hans um 50% frá árinu áður.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent