Fjölskyldubíll Ferrari fær nýtt nafn Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 10:39 Ferrari GTC4Lusso. Ferrari kynnti fjögurra sæta FF Grand Tourer bíl sinn fyrir 5 árum en hefur nú bæði gefið honum nýtt nafn og meira afl. Bíllinn mun heita Ferrari GTC4Lusso og fær að auki afturhjólastýringu. Þessi bíll er ætlaður vel efnuðum fjölskyldum, enda kostar hann tæpar 39 milljónir króna. Ferrari hefur bætt við 30 hestöflum og skilar V12 vél hans nú 680 hestöflum. Hvert hestafl bílsins dregur aðeins 2,6 kílóa þyngd í þessum bíl og er það met meðal framleiðslubíla Ferrari. Hann er 3,4 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 335 km/klst. Ferrari FF var 3,7 sekúndur í hundraðið. Nafn endurskírða bílsins skýrist út þannig að GTC stendur fyrir Grand Turismo Coupe, 4 fyrir sætin í bílnum og Lusso til að undirstrika að þar fer best útbúni og lúxushlaðni bíll Ferrari. Ferrari ætlar að hefja sölu þessa bíls á fjórða ársfjórðungi þessa árs en ætlar fyrst að sýna hann á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Ekki er langt þangað til þar sem sýningin hefst á fyrsta degi mars. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Ferrari kynnti fjögurra sæta FF Grand Tourer bíl sinn fyrir 5 árum en hefur nú bæði gefið honum nýtt nafn og meira afl. Bíllinn mun heita Ferrari GTC4Lusso og fær að auki afturhjólastýringu. Þessi bíll er ætlaður vel efnuðum fjölskyldum, enda kostar hann tæpar 39 milljónir króna. Ferrari hefur bætt við 30 hestöflum og skilar V12 vél hans nú 680 hestöflum. Hvert hestafl bílsins dregur aðeins 2,6 kílóa þyngd í þessum bíl og er það met meðal framleiðslubíla Ferrari. Hann er 3,4 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 335 km/klst. Ferrari FF var 3,7 sekúndur í hundraðið. Nafn endurskírða bílsins skýrist út þannig að GTC stendur fyrir Grand Turismo Coupe, 4 fyrir sætin í bílnum og Lusso til að undirstrika að þar fer best útbúni og lúxushlaðni bíll Ferrari. Ferrari ætlar að hefja sölu þessa bíls á fjórða ársfjórðungi þessa árs en ætlar fyrst að sýna hann á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Ekki er langt þangað til þar sem sýningin hefst á fyrsta degi mars.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent