Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 00:48 Þorsteinn Bachmann sem Sigurður í Ófærð. Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10