Mourinho driftar nýja Jaguar jeppanum Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 16:21 José Mourinho, fyrrum þjálfari Chelsea, á Jaguar F-Type Coupe fólksbíl og er nú búinn að panta sér eintak af nýja jeppa Jaguar, F-Pace. Honum var boðið um daginn að prófa jeppann, sem enn er ekki kominn á markað, á frosnu stöðuvatni norðarlega í Svíþjóð og þar voru engar hindranir sem trufla eins villtan akstur og hver óskar sér. Þar fékk Mourinho góða æfingu í að drifta jeppanum með tryggri aðstoð finnska ökumannsins Tommi Karrinaho. Að sögn Mourinho fékk hann samskonar hroll við að sitja í bílnum hjá Tommi og hann þekkir þegar hann gengur inná fótboltavöll troðfullan af 80.000 áhorfendum. Mourinho fékk að sitja í hjá Tommi er hann reyndi getu bílsins að fullu í svokölluðum “flying lap” hring. Þar hafði hann líka bílinn til þess, því undir húddi F-Pace jeppans er 380 hestafla V6 vél með keflablásara og með henni er þessi myndarlegi jeppi aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið. Stöðuvatnið sem Mourinho ók jeppanum á er aðeins 40 kílómetra fyrir sunnar norðurheimskautsbaug og frostið þar var um 30 gráður í prufunum. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent
José Mourinho, fyrrum þjálfari Chelsea, á Jaguar F-Type Coupe fólksbíl og er nú búinn að panta sér eintak af nýja jeppa Jaguar, F-Pace. Honum var boðið um daginn að prófa jeppann, sem enn er ekki kominn á markað, á frosnu stöðuvatni norðarlega í Svíþjóð og þar voru engar hindranir sem trufla eins villtan akstur og hver óskar sér. Þar fékk Mourinho góða æfingu í að drifta jeppanum með tryggri aðstoð finnska ökumannsins Tommi Karrinaho. Að sögn Mourinho fékk hann samskonar hroll við að sitja í bílnum hjá Tommi og hann þekkir þegar hann gengur inná fótboltavöll troðfullan af 80.000 áhorfendum. Mourinho fékk að sitja í hjá Tommi er hann reyndi getu bílsins að fullu í svokölluðum “flying lap” hring. Þar hafði hann líka bílinn til þess, því undir húddi F-Pace jeppans er 380 hestafla V6 vél með keflablásara og með henni er þessi myndarlegi jeppi aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið. Stöðuvatnið sem Mourinho ók jeppanum á er aðeins 40 kílómetra fyrir sunnar norðurheimskautsbaug og frostið þar var um 30 gráður í prufunum.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent