Fyrsti jepplingur Seat Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 11:38 Seat Ateca er byggður á hugmyndabílnum 20V20. Næsta miðvikudag mun Seat kynna sinn fyrsta jeppling, en hann verður einnig sýndur á bílasýningunni í Genf sem hefst í næsta mánuði. Heyrst hefur að þessi bíll muni fá nafnið Ateca og með því heldur Seat áfram að nefna bíla sín eftir stöðum í heimalandinu, Spáni. Þessi bíll á að keppa við Nissan Qashqai og Mazda CX-5 og er ámóta að stærð. Seat hefur ekki mikið látið uppi um bílinn en hann er smíðaður uppúr hugmyndabílnum 20V20 sem sýndur var í Genf á síðasta ári. Ateca er eins og margur annar bíllinn í stóru bílafjölskyldu Volkswagen byggður á MQB undirvagninum og er þetta sami undirvagn og er í Volkswagen Tiguan jepplingnum. Það kemur vart á óvart að Seat sé að framleiða jeppling, en enginn flokkur bíla vex hraðar í sölu en jepplingar og Seat ætlar ekki að missa af þeim tækifærum í sölu bíla. Sala bílsins hefst á miðju þessu ári og mun hann kosta um 20.000 evrur, eða undir 3 milljónum króna. Seat jók sölu bíla sinna á síðasta ári um 2,4% og seldi alls 400.037 bíla. Á síðust árum hefur ekki tekist að reka Seat fyrirtækið með hagnaði, en þó hafa sést veruleg batamerki á því að undanförnu og tilkoma þessa jepplings mun ef til vill snúa taprekstri uppí hagnað. Þó svo að Ateca verði með Seat merkið á húddinu verður jepplingurinn smíðaður af Skoda í verksmiðju í Kvasiny í Tékklandi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Næsta miðvikudag mun Seat kynna sinn fyrsta jeppling, en hann verður einnig sýndur á bílasýningunni í Genf sem hefst í næsta mánuði. Heyrst hefur að þessi bíll muni fá nafnið Ateca og með því heldur Seat áfram að nefna bíla sín eftir stöðum í heimalandinu, Spáni. Þessi bíll á að keppa við Nissan Qashqai og Mazda CX-5 og er ámóta að stærð. Seat hefur ekki mikið látið uppi um bílinn en hann er smíðaður uppúr hugmyndabílnum 20V20 sem sýndur var í Genf á síðasta ári. Ateca er eins og margur annar bíllinn í stóru bílafjölskyldu Volkswagen byggður á MQB undirvagninum og er þetta sami undirvagn og er í Volkswagen Tiguan jepplingnum. Það kemur vart á óvart að Seat sé að framleiða jeppling, en enginn flokkur bíla vex hraðar í sölu en jepplingar og Seat ætlar ekki að missa af þeim tækifærum í sölu bíla. Sala bílsins hefst á miðju þessu ári og mun hann kosta um 20.000 evrur, eða undir 3 milljónum króna. Seat jók sölu bíla sinna á síðasta ári um 2,4% og seldi alls 400.037 bíla. Á síðust árum hefur ekki tekist að reka Seat fyrirtækið með hagnaði, en þó hafa sést veruleg batamerki á því að undanförnu og tilkoma þessa jepplings mun ef til vill snúa taprekstri uppí hagnað. Þó svo að Ateca verði með Seat merkið á húddinu verður jepplingurinn smíðaður af Skoda í verksmiðju í Kvasiny í Tékklandi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent