Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2016 21:44 Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem þeir ætla að bræða saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. Vísir/Getty Hópur rússneskra aðdáenda stórleikarans Leonardio DiCaprio safnar nú saman gulli og silfri til þess að bræða í eina Óskarsverðlaunastyttu handa leikaranum. Aðdáendaskarinn, sem býr í norðaustur-Rússlandi, nánar tiltekið í héraðinu Yakutia, ætlar sér að bræða eðalmálmana saman í styttu enda líði þeim illa yfir því að DiCaprio hafi aldrei unnið Óskarinn. Tatyana Yegorova stendur að baki söfnuninni og segir hún að hugmyndin sé gömul en eftir að hafa horft á nýjustu mynd DiCaprio, The Revenant, hafi hún og aðrir ákveðið að nú væri kominn tími á að Leo hlyti Óskarinn. Yegorova segir að um 100 manns hafi gefið í söfnunina hingað til. Styttan verður þó ekki alveg eins og Óskarsstyttan fræga, Yakutia-útgáfan mun horfa til himins. Forsprakki hópsins er þó ekki alveg viss um hvernig koma skuli styttunni til skila enda er ansi langt frá Yakutia til Hollywood. Mögulega þarf DiCaprio þó ekki á styttunni að halda, hann er jú tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Revenant. Er þetta í sjötta sinn sem hann hefur verið tilnefndur til verðlaunanna eftirsóttu en aldrei hefur hann hlotið þau. Takist það ekki í þetta sinn getur hann þó í það minnsta huggað sig við að fá styttuna fá æstum aðdáendum sínum í Rússlandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vill leika Pútín Leonardo DiCaprio segir að Rússlandsforseti heilli sig. Hann væri þó einnig til í að leika Lenín eða Raspútín. 17. janúar 2016 17:56 Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur. 21. desember 2015 16:31 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hópur rússneskra aðdáenda stórleikarans Leonardio DiCaprio safnar nú saman gulli og silfri til þess að bræða í eina Óskarsverðlaunastyttu handa leikaranum. Aðdáendaskarinn, sem býr í norðaustur-Rússlandi, nánar tiltekið í héraðinu Yakutia, ætlar sér að bræða eðalmálmana saman í styttu enda líði þeim illa yfir því að DiCaprio hafi aldrei unnið Óskarinn. Tatyana Yegorova stendur að baki söfnuninni og segir hún að hugmyndin sé gömul en eftir að hafa horft á nýjustu mynd DiCaprio, The Revenant, hafi hún og aðrir ákveðið að nú væri kominn tími á að Leo hlyti Óskarinn. Yegorova segir að um 100 manns hafi gefið í söfnunina hingað til. Styttan verður þó ekki alveg eins og Óskarsstyttan fræga, Yakutia-útgáfan mun horfa til himins. Forsprakki hópsins er þó ekki alveg viss um hvernig koma skuli styttunni til skila enda er ansi langt frá Yakutia til Hollywood. Mögulega þarf DiCaprio þó ekki á styttunni að halda, hann er jú tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Revenant. Er þetta í sjötta sinn sem hann hefur verið tilnefndur til verðlaunanna eftirsóttu en aldrei hefur hann hlotið þau. Takist það ekki í þetta sinn getur hann þó í það minnsta huggað sig við að fá styttuna fá æstum aðdáendum sínum í Rússlandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vill leika Pútín Leonardo DiCaprio segir að Rússlandsforseti heilli sig. Hann væri þó einnig til í að leika Lenín eða Raspútín. 17. janúar 2016 17:56 Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur. 21. desember 2015 16:31 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Vill leika Pútín Leonardo DiCaprio segir að Rússlandsforseti heilli sig. Hann væri þó einnig til í að leika Lenín eða Raspútín. 17. janúar 2016 17:56
Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur. 21. desember 2015 16:31
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13