Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 18:17 Michael Schumacher Vísir/Getty Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. BBC segir frá þessum viðbrögðum eða réttara sagt engu viðbrögðum frá herbúðum Michael Schumacher. Michael Schumacher meiddist illa á höfði þegar hann datt á síðum í Frakklandi í desember 2013. Hann gekkst undir aðgerðir og hefur verið í meðferð á heimili sínu í Sviss eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. Luca di Montezemolo, fyrrum yfirmaður Michael Schumacher, sagði fréttamönnum frá því sem hann vissi. „Ég hef fréttir og því miður eru þær ekki góðar," sagði Luca di Montezemolo í viðtali sem BBC birti. Þetta er það fyrsta sem heyrist af ástandi Schumacher síðan að Jean Todt, forseti FIA, talaði um það í nóvember að Schumacher væri enn að berjast fyrir lífi sínu tveimur árum eftir slysið. Michael Schumacher er 47 ára gamall og varð sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt frá 1994 til 2004 en enginn hefur unnið þann til oftar. „Lífið er skrítið. Hann var frábær ökumaður og lenti bara einu sinni í slysi með Ferrari og það var árið 1999," sagi Di Montezemolo. Michael Schumacher á marga aðdáendur.Vísir/Getty Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Sonur Schumacher keppir í Formúlu 4 Sonur Michael Schumacher, Mick, virðist ætla að feta í fótspor föður síns. 3. mars 2015 13:45 Sonur Schumacher vann sinn fyrsta kappakstur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á svo sannarlega vel við í tilviki Michael Schumacher og sonar hans, Mick. 27. apríl 2015 16:45 Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. BBC segir frá þessum viðbrögðum eða réttara sagt engu viðbrögðum frá herbúðum Michael Schumacher. Michael Schumacher meiddist illa á höfði þegar hann datt á síðum í Frakklandi í desember 2013. Hann gekkst undir aðgerðir og hefur verið í meðferð á heimili sínu í Sviss eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. Luca di Montezemolo, fyrrum yfirmaður Michael Schumacher, sagði fréttamönnum frá því sem hann vissi. „Ég hef fréttir og því miður eru þær ekki góðar," sagði Luca di Montezemolo í viðtali sem BBC birti. Þetta er það fyrsta sem heyrist af ástandi Schumacher síðan að Jean Todt, forseti FIA, talaði um það í nóvember að Schumacher væri enn að berjast fyrir lífi sínu tveimur árum eftir slysið. Michael Schumacher er 47 ára gamall og varð sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt frá 1994 til 2004 en enginn hefur unnið þann til oftar. „Lífið er skrítið. Hann var frábær ökumaður og lenti bara einu sinni í slysi með Ferrari og það var árið 1999," sagi Di Montezemolo. Michael Schumacher á marga aðdáendur.Vísir/Getty
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Sonur Schumacher keppir í Formúlu 4 Sonur Michael Schumacher, Mick, virðist ætla að feta í fótspor föður síns. 3. mars 2015 13:45 Sonur Schumacher vann sinn fyrsta kappakstur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á svo sannarlega vel við í tilviki Michael Schumacher og sonar hans, Mick. 27. apríl 2015 16:45 Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sonur Schumacher keppir í Formúlu 4 Sonur Michael Schumacher, Mick, virðist ætla að feta í fótspor föður síns. 3. mars 2015 13:45
Sonur Schumacher vann sinn fyrsta kappakstur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á svo sannarlega vel við í tilviki Michael Schumacher og sonar hans, Mick. 27. apríl 2015 16:45
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00