Grand Cherokee Hellcat á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 15:45 Jeep Grand Cherokee SRT Hellcat. Fiat/Chrysler fyrirtækið sem framleiðir einnig Dodge og Jeep bíla hefur nú í nokkurn tíma boðið Dodge Challenger og Charger bíla með 707 hestafla Hellcat vél sem eðlilega er með öflugustu vélum sem í boði eru í fjöldaframleiddum bílum. Fyrirtækið ætlar ekki að láta staðar numið þar með bílgerðir sem fá munu þessa aflmiklu vél því til stendur að bjóða Jeep Grand Cherokee SRT með þessari vél á næsta ári, líklega nær enda þess árs. Hellcat vélin sem fer í jeppann er 6,2 lítra V8 með keflablásara og ætti að skila honum sæmilega áfram, ekki síst í ljósi þess að hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrfinn. Kannski verður hann fyrir vikið fljótari úr sporunum en Dodge Challenger og Charger. Jeep Grand Cherokee mun fá mikla samkeppni annarra öflugra jeppa þegar hann loks verður í boði. Sú samkeppni mun helst koma frá BMW, Mercedes Benz, Land Rover og Porsche. Enginn bíla þeirra er þó með jafn öfluga vél í bílum sínum og munar þar frá 130 til 157 hestöflum í samanburði við Hellcat vélina. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent
Fiat/Chrysler fyrirtækið sem framleiðir einnig Dodge og Jeep bíla hefur nú í nokkurn tíma boðið Dodge Challenger og Charger bíla með 707 hestafla Hellcat vél sem eðlilega er með öflugustu vélum sem í boði eru í fjöldaframleiddum bílum. Fyrirtækið ætlar ekki að láta staðar numið þar með bílgerðir sem fá munu þessa aflmiklu vél því til stendur að bjóða Jeep Grand Cherokee SRT með þessari vél á næsta ári, líklega nær enda þess árs. Hellcat vélin sem fer í jeppann er 6,2 lítra V8 með keflablásara og ætti að skila honum sæmilega áfram, ekki síst í ljósi þess að hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrfinn. Kannski verður hann fyrir vikið fljótari úr sporunum en Dodge Challenger og Charger. Jeep Grand Cherokee mun fá mikla samkeppni annarra öflugra jeppa þegar hann loks verður í boði. Sú samkeppni mun helst koma frá BMW, Mercedes Benz, Land Rover og Porsche. Enginn bíla þeirra er þó með jafn öfluga vél í bílum sínum og munar þar frá 130 til 157 hestöflum í samanburði við Hellcat vélina.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent