Jerry Seinfeld selur 3 verðmæta Porsche Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 12:37 Porsche bílarnir þrír. Jerry Seinfeld er mikill bílasafnari og á vænlegt safn verðmætra dýrgripa, margra hverra af eldri gerðinni. Hann hefur nú ákveðið að selja 3 þeirra, alla af Porsche gerð. Þetta eru 1955 árgerðin af Porsche 550 Spyder, 1958 árgerðin af Porsche 356 A GS/GT Carrera Speedster og 1974 árgerðin af Porsche 911 Carrera 3,0 IROC RSR. Sá fyrstnefndi er metinn á 6 milljónir dollara, 550 Spyder bíllinn á 2,5 milljónir dollara og sá síðastnefndi á um 1 milljón dollara. Samtals um 9,5 milljónir dollara, eða 1,24 milljarða króna. Bílarnir verða boðnir upp á Amelia Island Auction uppboðinu sem haldið er af Gooding & Company þann 11. mars næstkomandi. Að sögn Jerry Seinfeld er ástæðan fyrir sölu þessara bíla einfaldlega sú að hann kýs að aðrir fái að njóta þessara dýrgripa, hann hafi tekið það út nú þegar. Það þurfa þó greinilega að vera efnaðir kaupendur sem tryggja vilja sér þessa dýrgripi frá Seinfeld. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Jerry Seinfeld er mikill bílasafnari og á vænlegt safn verðmætra dýrgripa, margra hverra af eldri gerðinni. Hann hefur nú ákveðið að selja 3 þeirra, alla af Porsche gerð. Þetta eru 1955 árgerðin af Porsche 550 Spyder, 1958 árgerðin af Porsche 356 A GS/GT Carrera Speedster og 1974 árgerðin af Porsche 911 Carrera 3,0 IROC RSR. Sá fyrstnefndi er metinn á 6 milljónir dollara, 550 Spyder bíllinn á 2,5 milljónir dollara og sá síðastnefndi á um 1 milljón dollara. Samtals um 9,5 milljónir dollara, eða 1,24 milljarða króna. Bílarnir verða boðnir upp á Amelia Island Auction uppboðinu sem haldið er af Gooding & Company þann 11. mars næstkomandi. Að sögn Jerry Seinfeld er ástæðan fyrir sölu þessara bíla einfaldlega sú að hann kýs að aðrir fái að njóta þessara dýrgripa, hann hafi tekið það út nú þegar. Það þurfa þó greinilega að vera efnaðir kaupendur sem tryggja vilja sér þessa dýrgripi frá Seinfeld.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent