Volkswagen gagnrýnt fyrir mismunun bíleigenda í Bandaríkjunum og Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:16 Höfuðstöðvar Volkswagen. Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent