Sprækur og tryggur jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 09:10 Suzuki Vitara S með stórskemmtilegri nýrri vél. Reynsluakstur – Suzuki Vitara S Suzuki Vitara kom af nýrri kynslóð á síðasta ári og er sem fyrr ári vel heppnaður jepplingur, enda úr smiðju framleiðanda sem ekki smíðar nema afara trausta og vandaða bíla, flesta fremur smáa. Nú er komin ný gerð þessa bíls, Suzuki Vitara S með afar sprækri en lítilli vél. Þessi vél er 1,4 lítrar, brennir bensíni og skilar 140 hestöflum með aðstoð góðrar forþjöppu. Þar sem þessi netti jepplingur er aðeins 1.235 kíló er hann afar skemmtilegur bíll með þessari vél og sportlegur í akstri. Þegar sest var uppí bílinn fyrsta sinni og lagt af stað breiddist ánægjusvipur yfir andlit ökumanns því viljugur er þessi fákur og tilbúinn að leika sér. Helsta ástæða þess er það aukaafl sem forþjappan gefur þessari vél þó sprengirýmið sé lítið.Togið 41% meira en minni eyðslaVélin er 0,2 lítrum minni en í hefðbundinni gerð Vitara en samt togar hún 41% meira, er 20 hestöflum öflugri, en eyðir samt örlítið minna. Hér er kannski komin ein albesta birtingarmynd á notkun forþjappa í bíla og nær allir framleiðendur eru einmitt að forþjöppuvæða flesta bíla sína og í leiðinni að auka afl þeirra en minnka eyðslu. Ekki skemmir það fyrir að Vitara léttist um heil 420 kíló á milli kynslóða, en hann minnkaði reyndar örlítið einnig. Með þessari litlu vél er bíllinn orðinn enn léttari og munar þar 60 kílóum. Því er hér kominn einn alléttasti jepplingur sem í boði er og eyðsla hans endurspeglar það, en hann eyðir 5,5 lítrum í blönduðum akstri. Í reynsluakstrinum, sem oft var reyndar með sprækasta móti reyndist hann eyða um 7,5 lítrum og sá akstur var allur innan borgarmarkanna. Því er hér á ferð sparibaukur sem engu að síður er fær um að takast á við nokkra ófærð. Annað skemmtilegt við Vitara S umfram grunngerðina er að hann er stífari á fjöðruninni og enn má herða á henni með sportstillingu. Hann er að auki með næmari í stýri og úr verður bíll sem minnir á sportlegan fólksbíl.Minnir á Suzuki Swift SportÞað var ekki frá því við akstur Vitara S að annars skemmtilegs bíls Suzuki mætti líkja við hann, þ.e. Suzuki Swift Sport. Sá er einn skemmtilegasti litli bíll sem kaupa má og snaggaralegar hreyfingar hans og sportleg einkenni komu einnig í ljós í þessum jepplingi. Reynsluakstursbíllinn var með 6 þrepa sjálfskiptingu og hún passar þessari vél fullkomlega og skilar afli hennar ávallt vel. Þetta samband vélar og skiptingar er eins og gott hjónaband, en þó gætir samt tilhlökkunar að prófa þennan bíl með beinskiptingu og þá ætti engu að leiðast heldur. Þrátt fyrir fremur stífa fjöðrun étur Vitara S vel upp allar ójöfnur og hraðahindranir og víst er að þessi bíll liggur vel á vegi. Allgrip fjórhjóladrifið tryggir svo frábært veggrip. Geta má þess að Vitara S er eingöngu í boði með fjórhjóladrifi, sem er mikill kostur hér á landi.Flottur að innanÞar sem að Vitara S er sportútgáfan af þessum bíl er innréttingin sportleg líka, með alcantara- og leðurklæddum sætum sem eru stöguð með rauðum þræði. Hann er líka með álpedulum til að undirstrika sportleikann. Innrétting bílsins er fremur einföld, en hressileg og sportleg. Efnisvalið er ekki í líkingu við neina lúxusbíla, talsverð notkun plasts, en smíðin virðist frábær og þetta er innrétting sem á eftir að standast tímans tönn, sterkleg og vel frá gengin. Ágætlega fer um aftursætisfarþega og rými þar ágætt en skottrými er ekki sérlega stórt, eða 375 lítrar. Mikill búnaður og gott verðÝmiss viðbótarbúnaður er í Vitara S frá grunngerðinni, m.a. leiðsögukerfi, lyklalaust aðgengi og ræsing, regnskynjari, Xenon aðalljós, birtuskynjari fyrir aðalljós, nálægðarskynjarar að framan og aftan, silfurlitir hliðarspeglar, svartar álflegur, Apple CarPlay snjallsímatenging, auk áklæðis sætanna sem nefnt var að ofan og álpedalar. Fyrir þetta þarf að greiða um 290.000 kr. meira en í næstdýrustu GLX útgáfunni, en rúsinan í pylsuendanum er að þá fær maður líka bestu vélina, meira afl og miklu meiri skemmtun. Alveg þess virði. Vitara S má fá á kr. 4.980.000 en með sjálfskiptingu kostar hann 380.000 meira. Ætli helsti samkeppnisbíll Vitara S sé ekki Nissan Juke en í grunngerð hans með fjórhjóladrifi kostar hann 4.590.000 kr.Kostir: Vél, aksturseiginleikar, búnaður, verðÓkostir: Skottrými, efnisval innréttingar 1,4 l. bensínvél, 140 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 128 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 4.980.000 kr. Umboð: SuzukiSæmilega hár frá vegi og með gott fjórhjóladrif.Laglegur og sportlegur að innan.Leður og Alcantara áklæði á sætum og rauður saumaþráður gefur flottan svip. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Reynsluakstur – Suzuki Vitara S Suzuki Vitara kom af nýrri kynslóð á síðasta ári og er sem fyrr ári vel heppnaður jepplingur, enda úr smiðju framleiðanda sem ekki smíðar nema afara trausta og vandaða bíla, flesta fremur smáa. Nú er komin ný gerð þessa bíls, Suzuki Vitara S með afar sprækri en lítilli vél. Þessi vél er 1,4 lítrar, brennir bensíni og skilar 140 hestöflum með aðstoð góðrar forþjöppu. Þar sem þessi netti jepplingur er aðeins 1.235 kíló er hann afar skemmtilegur bíll með þessari vél og sportlegur í akstri. Þegar sest var uppí bílinn fyrsta sinni og lagt af stað breiddist ánægjusvipur yfir andlit ökumanns því viljugur er þessi fákur og tilbúinn að leika sér. Helsta ástæða þess er það aukaafl sem forþjappan gefur þessari vél þó sprengirýmið sé lítið.Togið 41% meira en minni eyðslaVélin er 0,2 lítrum minni en í hefðbundinni gerð Vitara en samt togar hún 41% meira, er 20 hestöflum öflugri, en eyðir samt örlítið minna. Hér er kannski komin ein albesta birtingarmynd á notkun forþjappa í bíla og nær allir framleiðendur eru einmitt að forþjöppuvæða flesta bíla sína og í leiðinni að auka afl þeirra en minnka eyðslu. Ekki skemmir það fyrir að Vitara léttist um heil 420 kíló á milli kynslóða, en hann minnkaði reyndar örlítið einnig. Með þessari litlu vél er bíllinn orðinn enn léttari og munar þar 60 kílóum. Því er hér kominn einn alléttasti jepplingur sem í boði er og eyðsla hans endurspeglar það, en hann eyðir 5,5 lítrum í blönduðum akstri. Í reynsluakstrinum, sem oft var reyndar með sprækasta móti reyndist hann eyða um 7,5 lítrum og sá akstur var allur innan borgarmarkanna. Því er hér á ferð sparibaukur sem engu að síður er fær um að takast á við nokkra ófærð. Annað skemmtilegt við Vitara S umfram grunngerðina er að hann er stífari á fjöðruninni og enn má herða á henni með sportstillingu. Hann er að auki með næmari í stýri og úr verður bíll sem minnir á sportlegan fólksbíl.Minnir á Suzuki Swift SportÞað var ekki frá því við akstur Vitara S að annars skemmtilegs bíls Suzuki mætti líkja við hann, þ.e. Suzuki Swift Sport. Sá er einn skemmtilegasti litli bíll sem kaupa má og snaggaralegar hreyfingar hans og sportleg einkenni komu einnig í ljós í þessum jepplingi. Reynsluakstursbíllinn var með 6 þrepa sjálfskiptingu og hún passar þessari vél fullkomlega og skilar afli hennar ávallt vel. Þetta samband vélar og skiptingar er eins og gott hjónaband, en þó gætir samt tilhlökkunar að prófa þennan bíl með beinskiptingu og þá ætti engu að leiðast heldur. Þrátt fyrir fremur stífa fjöðrun étur Vitara S vel upp allar ójöfnur og hraðahindranir og víst er að þessi bíll liggur vel á vegi. Allgrip fjórhjóladrifið tryggir svo frábært veggrip. Geta má þess að Vitara S er eingöngu í boði með fjórhjóladrifi, sem er mikill kostur hér á landi.Flottur að innanÞar sem að Vitara S er sportútgáfan af þessum bíl er innréttingin sportleg líka, með alcantara- og leðurklæddum sætum sem eru stöguð með rauðum þræði. Hann er líka með álpedulum til að undirstrika sportleikann. Innrétting bílsins er fremur einföld, en hressileg og sportleg. Efnisvalið er ekki í líkingu við neina lúxusbíla, talsverð notkun plasts, en smíðin virðist frábær og þetta er innrétting sem á eftir að standast tímans tönn, sterkleg og vel frá gengin. Ágætlega fer um aftursætisfarþega og rými þar ágætt en skottrými er ekki sérlega stórt, eða 375 lítrar. Mikill búnaður og gott verðÝmiss viðbótarbúnaður er í Vitara S frá grunngerðinni, m.a. leiðsögukerfi, lyklalaust aðgengi og ræsing, regnskynjari, Xenon aðalljós, birtuskynjari fyrir aðalljós, nálægðarskynjarar að framan og aftan, silfurlitir hliðarspeglar, svartar álflegur, Apple CarPlay snjallsímatenging, auk áklæðis sætanna sem nefnt var að ofan og álpedalar. Fyrir þetta þarf að greiða um 290.000 kr. meira en í næstdýrustu GLX útgáfunni, en rúsinan í pylsuendanum er að þá fær maður líka bestu vélina, meira afl og miklu meiri skemmtun. Alveg þess virði. Vitara S má fá á kr. 4.980.000 en með sjálfskiptingu kostar hann 380.000 meira. Ætli helsti samkeppnisbíll Vitara S sé ekki Nissan Juke en í grunngerð hans með fjórhjóladrifi kostar hann 4.590.000 kr.Kostir: Vél, aksturseiginleikar, búnaður, verðÓkostir: Skottrými, efnisval innréttingar 1,4 l. bensínvél, 140 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 128 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 4.980.000 kr. Umboð: SuzukiSæmilega hár frá vegi og með gott fjórhjóladrif.Laglegur og sportlegur að innan.Leður og Alcantara áklæði á sætum og rauður saumaþráður gefur flottan svip.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent