Kia kynnir Drive Wise Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 14:41 Sjálfakandi Kia Soul í prufum. Kia Motors kynnti nýjustu tækninýjungar sínar undir heitinu Drive Wise á CES tæknisýningunni sem fram fór á dögunum í Las Vegas. Drive Wise tæknin snýst um aðstoðarökukerfi fyrir Kia bíla framtíðarinnar. Kia hefur lýst yfir þeim markmiðum sínum að koma fram með bíla sem verða að miklu leyti sjálfvirkir á markað árið 2020. Í framhaldi af því stefnir Kia á að koma með fyrsta sjálfakandi bíl fyrirtækisins á markað árið 2030. Hin nýja Drive Wise tækni Kia er nú þegar í þróun og vinnslu. Drive Wise á að koma fram með snjallar öryggislausnir fyrir næstu kynslóðir Kia bíla, uppræta eins og kostur er hugsanlegar hættur í umferðinni og bæta öryggi ökumanna, farþega og annarra sem í umferðinni eru. Stefnt er að því að Drive Wise tæknin muni gera Kia bíla sjálfvirkari í auknum mæli. Sjálfvirki búnaðurinn sem er í þróun á að sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Kia mun sýna enn betur fram á þróun hinnar nýju Drive Wise tækni á bílasýningunni í Genf í mars en þar munu gestir sýningarinnar fá að sjá inn í framtíðina hjá Kia varðandi sjálfvirkan akstur og ýmsar fleiri tækninýjungar sem snúa að aðstoðar- og öryggiskerfum bíla. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Kia Motors kynnti nýjustu tækninýjungar sínar undir heitinu Drive Wise á CES tæknisýningunni sem fram fór á dögunum í Las Vegas. Drive Wise tæknin snýst um aðstoðarökukerfi fyrir Kia bíla framtíðarinnar. Kia hefur lýst yfir þeim markmiðum sínum að koma fram með bíla sem verða að miklu leyti sjálfvirkir á markað árið 2020. Í framhaldi af því stefnir Kia á að koma með fyrsta sjálfakandi bíl fyrirtækisins á markað árið 2030. Hin nýja Drive Wise tækni Kia er nú þegar í þróun og vinnslu. Drive Wise á að koma fram með snjallar öryggislausnir fyrir næstu kynslóðir Kia bíla, uppræta eins og kostur er hugsanlegar hættur í umferðinni og bæta öryggi ökumanna, farþega og annarra sem í umferðinni eru. Stefnt er að því að Drive Wise tæknin muni gera Kia bíla sjálfvirkari í auknum mæli. Sjálfvirki búnaðurinn sem er í þróun á að sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Kia mun sýna enn betur fram á þróun hinnar nýju Drive Wise tækni á bílasýningunni í Genf í mars en þar munu gestir sýningarinnar fá að sjá inn í framtíðina hjá Kia varðandi sjálfvirkan akstur og ýmsar fleiri tækninýjungar sem snúa að aðstoðar- og öryggiskerfum bíla.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent