Toyota kaupir Daihatsu að fullu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 10:32 Daihatsu Copen er einn nokkurra afar spennandi smábíla frá Daihatsu. Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent