Litríkt og heillandi ferðalag Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 10:30 Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir leikur Pílu pínu af mikilli gleði og einlægni. Mynd/MAk Leiklist Píla pína Menningarfélag Akureyrar (Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof) Höfundur: Heiðdís Norðfjörð, byggt á ævintýri Kristjáns frá Djúpalæk Leikgerð: Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttir Leikstjóri: Sara Marti Guðmundsdóttir Leikarar: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson Tónlist: Heiðdís Norðfjörð og Ragnhildur Gísladóttir Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Búningar og gervi: Margrét Einarsdóttir Leikmynda- og brúðuhönnun: Rebekka A. Ingimundardóttir Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson Myndbandshönnun: Ingi Bekk Danshöfundur: Katrín Mist Haraldsdóttir Menningarhúsið Hof á Akureyri var þéttsetið síðastliðinn sunnudag þegar barnaleikritið um hugrökku músina Pílu pínu var frumsýnt. Söguna og tónlistina þekkja sumir en ekki allir. Í stuttu máli fjallar verkið um músina einstöku Pílu pínu sem þráir ekkert heitar en að gera mömmu sína glaða. Hún heldur í hættuför í leit að fjölskyldu mömmu sinnar en á leiðinni finnur hún sjálfa sig, sjálfstraustið og meira að segja vængi. Sýningin er fyrsta stóra samstarfsverkefnið innan Menningarfélags Akureyrar en Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof koma öll að verkefninu. Samvinnan margborgar sig í metnaðarfullri sýningu þar sem öllu er til tjaldað; tíu manna hljómsveit, eldri barnakór Akureyrarkirkju og ógrynni af fólki bakvið tjöldin. Þá eru ónefnd þau sem skipa listræna teymið og leikarana sjálfa. Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttir hafa gert vel í uppfærslu sinni á handritinu. Textinn er nútímavæddur án þess að þær gleymi sér í of mörgum vísunum og draga upp tengsl við samtímann án þess að hamra á tengingunum með beinum hætti. En mestu máli skiptir þó að þær láta tónlist Heiðdísar Norðfjörð og Ragnhildar Gísladóttur ráða för og leyfa ljúfu tónunum að njóta sín, en ævintýri Kristjáns frá Djúpalæk myndar kjarna sögunnar. Músin knáa Píla pína býr í Lyngbrekku með foreldrum sínum, hagamúsinni Manga og húsamúsinni Gínu, og tveimur systkinum. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir leikur aðalhlutverkið af mikilli gleði og einlægni. Hún fer fallega með textann, kemur óöryggi Pílu vel til skila og syngur af miklu öryggi. Slíkt er ekki auðvelt í svo stórri sýningu. Þórunn Lárusdóttir leikur hina leiðu Gínu af mikilli list og unun er að hlusta á söng hennar. Það er kærkomið að sjá hana aftur á sviði en hún er jafnvíg á kómík og drama. Þau Benedikt Karl Gröndal eiga frábært atriði þegar Erla og Andri, mennsku miðbæjarrotturnar, gera misheppnaða útilegutilraun. Benedikt sinnir fjölbreyttum hlutverkum í sýningunni en blómstrar algjörlega í hlutverki Andra og tímasetningarnar hans heppnast ótrúlega vel. Öll góð barnaleikrit verða að státa af óvini og Kjartan Darri Kristjánsson gerir hlutverki Kidda krumma góð skil. Þó er hann betri sem hinn vinalegi Markús margfætla, næmur á líkamsbeitingu og tilfinningalegan takt. Saga Jónsdóttir og söngrödd hennar fá að njóta sín í hlutverki Ömmu Trínu en móðursýkiskækir Veru fróðu voru of mikið af því góða. Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir og Freysteinn Sverrisson fara með hlutverk yngri músa og standa sig með prýði, þó verður sérstaklega að nefna fallega söngrödd Eikar.Kjartan Darri Kristjánsson sem Markús margfætla og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir í hlutverki Pílu pínu.Leikhússtjórinn, Jón Páll Eyjólfsson, stígur sjálfur á svið í litlu hlutverki sem vakti mikla kátínu en að sama skapi svolítinn ugg með yngstu leikhúsgestunum. Hann og Benedikt njóta þess augljóslega að leika klækjótta og illgjarna krumma sem minna um margt á meðlimi mótorhjólagengis, í leðurbuxum og skúfuðum svörtum jökkum. Leikstjórn Söru Marti Guðmundsdóttur er skýr og hugsuð í þaula, þótt ögn skorti á taktbreytingar í framvindunni og aðeins meiri kraft í dansatriðin. Ferðalag Pílu pínu leiðir hana á óvænta staði og magnað að sjá hvernig Sara Marti og listræna teymið vinnur með stærðargráður í þessum ævintýraheimi. Þar leikur leikmynda- og brúðuhönnun Rebekku A. Ingimundardóttur stórt hlutverk. Sviðsramminn er vissulega klassískur en hún finnur frumlegar leiðir til að nýta sviðið að fullu. Myndbandshönnun Inga Bekk, með dyggri aðstoð frá teiknurunum Dan Denton og Ana Stefaniak, dýpkar heiminn enn frekar: Áhorfendur fara á flug, hverfa ofan í jörðina og eru króaðir af stórhættulegum ketti. Smiðshöggið slær síðan Margrét Einarsdóttir með ákaflega litríkum búningum og snjallri grímuhönnun, og þar á gervi Markúsar margfætlu vinninginn. Píla pína er bráðskemmtileg fjölskyldusýning, í senn fyndin og rík af mikilvægum boðskap. Hún er þó helst til of siðuð og hófstillt til að ná alla leið upp í háloftin en ferðalagið er svo sannarlega fjörugt og heillandi.Niðurstaða: Hugljúf og einlæg sýning. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist Píla pína Menningarfélag Akureyrar (Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof) Höfundur: Heiðdís Norðfjörð, byggt á ævintýri Kristjáns frá Djúpalæk Leikgerð: Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttir Leikstjóri: Sara Marti Guðmundsdóttir Leikarar: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson Tónlist: Heiðdís Norðfjörð og Ragnhildur Gísladóttir Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Búningar og gervi: Margrét Einarsdóttir Leikmynda- og brúðuhönnun: Rebekka A. Ingimundardóttir Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson Myndbandshönnun: Ingi Bekk Danshöfundur: Katrín Mist Haraldsdóttir Menningarhúsið Hof á Akureyri var þéttsetið síðastliðinn sunnudag þegar barnaleikritið um hugrökku músina Pílu pínu var frumsýnt. Söguna og tónlistina þekkja sumir en ekki allir. Í stuttu máli fjallar verkið um músina einstöku Pílu pínu sem þráir ekkert heitar en að gera mömmu sína glaða. Hún heldur í hættuför í leit að fjölskyldu mömmu sinnar en á leiðinni finnur hún sjálfa sig, sjálfstraustið og meira að segja vængi. Sýningin er fyrsta stóra samstarfsverkefnið innan Menningarfélags Akureyrar en Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof koma öll að verkefninu. Samvinnan margborgar sig í metnaðarfullri sýningu þar sem öllu er til tjaldað; tíu manna hljómsveit, eldri barnakór Akureyrarkirkju og ógrynni af fólki bakvið tjöldin. Þá eru ónefnd þau sem skipa listræna teymið og leikarana sjálfa. Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttir hafa gert vel í uppfærslu sinni á handritinu. Textinn er nútímavæddur án þess að þær gleymi sér í of mörgum vísunum og draga upp tengsl við samtímann án þess að hamra á tengingunum með beinum hætti. En mestu máli skiptir þó að þær láta tónlist Heiðdísar Norðfjörð og Ragnhildar Gísladóttur ráða för og leyfa ljúfu tónunum að njóta sín, en ævintýri Kristjáns frá Djúpalæk myndar kjarna sögunnar. Músin knáa Píla pína býr í Lyngbrekku með foreldrum sínum, hagamúsinni Manga og húsamúsinni Gínu, og tveimur systkinum. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir leikur aðalhlutverkið af mikilli gleði og einlægni. Hún fer fallega með textann, kemur óöryggi Pílu vel til skila og syngur af miklu öryggi. Slíkt er ekki auðvelt í svo stórri sýningu. Þórunn Lárusdóttir leikur hina leiðu Gínu af mikilli list og unun er að hlusta á söng hennar. Það er kærkomið að sjá hana aftur á sviði en hún er jafnvíg á kómík og drama. Þau Benedikt Karl Gröndal eiga frábært atriði þegar Erla og Andri, mennsku miðbæjarrotturnar, gera misheppnaða útilegutilraun. Benedikt sinnir fjölbreyttum hlutverkum í sýningunni en blómstrar algjörlega í hlutverki Andra og tímasetningarnar hans heppnast ótrúlega vel. Öll góð barnaleikrit verða að státa af óvini og Kjartan Darri Kristjánsson gerir hlutverki Kidda krumma góð skil. Þó er hann betri sem hinn vinalegi Markús margfætla, næmur á líkamsbeitingu og tilfinningalegan takt. Saga Jónsdóttir og söngrödd hennar fá að njóta sín í hlutverki Ömmu Trínu en móðursýkiskækir Veru fróðu voru of mikið af því góða. Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir og Freysteinn Sverrisson fara með hlutverk yngri músa og standa sig með prýði, þó verður sérstaklega að nefna fallega söngrödd Eikar.Kjartan Darri Kristjánsson sem Markús margfætla og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir í hlutverki Pílu pínu.Leikhússtjórinn, Jón Páll Eyjólfsson, stígur sjálfur á svið í litlu hlutverki sem vakti mikla kátínu en að sama skapi svolítinn ugg með yngstu leikhúsgestunum. Hann og Benedikt njóta þess augljóslega að leika klækjótta og illgjarna krumma sem minna um margt á meðlimi mótorhjólagengis, í leðurbuxum og skúfuðum svörtum jökkum. Leikstjórn Söru Marti Guðmundsdóttur er skýr og hugsuð í þaula, þótt ögn skorti á taktbreytingar í framvindunni og aðeins meiri kraft í dansatriðin. Ferðalag Pílu pínu leiðir hana á óvænta staði og magnað að sjá hvernig Sara Marti og listræna teymið vinnur með stærðargráður í þessum ævintýraheimi. Þar leikur leikmynda- og brúðuhönnun Rebekku A. Ingimundardóttur stórt hlutverk. Sviðsramminn er vissulega klassískur en hún finnur frumlegar leiðir til að nýta sviðið að fullu. Myndbandshönnun Inga Bekk, með dyggri aðstoð frá teiknurunum Dan Denton og Ana Stefaniak, dýpkar heiminn enn frekar: Áhorfendur fara á flug, hverfa ofan í jörðina og eru króaðir af stórhættulegum ketti. Smiðshöggið slær síðan Margrét Einarsdóttir með ákaflega litríkum búningum og snjallri grímuhönnun, og þar á gervi Markúsar margfætlu vinninginn. Píla pína er bráðskemmtileg fjölskyldusýning, í senn fyndin og rík af mikilvægum boðskap. Hún er þó helst til of siðuð og hófstillt til að ná alla leið upp í háloftin en ferðalagið er svo sannarlega fjörugt og heillandi.Niðurstaða: Hugljúf og einlæg sýning.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira