Stærsta stjarnan er ólíklegasta kyntáknið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 20:04 Ólafur Darri í hlutverki Andra í Ófærð mynd/rvk studios Ólafur Darri Ólafsson er með skegg sem minnir á furuskóg og göngulag sem minnir á björn ef marka má lýsingu blaðamanns Guardian á leikaranum en hann er í viðtali á vef blaðsins í dag ásamt Baltasar Kormáki, leikstjóra. Fyrirsögn viðtalsins er „Hann er stór, loðinn og kynþokkafyllsti maður Íslands,“ en tilefnið er sýning sjónvarpsþáttanna Ófærð sem sýnd er á laugardagskvöldum í Bretlandi á sjónvarpsstöðinni BBC 4. Eins og flestir Íslendingar ættu að kannast við fer Ólafur Darri með hlutverk lögreglustjórans Andra í þáttunum. Í greininni er Ólafur Darri sagður stærsta stjarna Íslands og ólíklegasta kyntákn landsins. „Hann er eins og einn af fjöllunum í firðinum,“ er haft eftir Baltasar Kormáki sem segist ekki hafa viljað hafa aðalpersónuna hefðbundna þrátt fyrir þrýsting þar um. „Ólafur Darri var alltaf mitt fyrsta val. Hann hefur orðið nokkurs konar Gérard Depardieu Íslands. Konur elska hann, hvort sem þú trúir því eða ekki,“ segir Baltasar.Ólafur Darri segist hafa sótt innblástur til föður síns við túlkunina á Andramynd/rvk studiosÓlafur Darri segir Andra á skrýtnum stað í lífinu. „Hann er greinilega alltof hæfur lögreglumaður fyrir þennan litla bæ og virðist ekki passa þarna inn. En svo er framið morð og þú sérð hvernig það kviknar á honum. Það er eins og að það vakni eitthvað innra með honum,“ segir Ólafur Darri. Hann lýsir svo íslenskum karlmönnum og segir þá mjög lokaða og sjaldan sýna tilfinningar. Leikarinn viðurkennir svo fyrir blaðamanni Guardian að hafa sótt innblástur til föður síns við túlkun sína á Andra. „Ég hef aldrei séð hann gráta og hann gefur afar sjaldan eitthvað upp en hann getur notað þögnina á mjög áhrifaríkan þátt. Ég hef ekki sagt honum þetta enn en ég geri það þegar sýningum á þættinum lýkur á Íslandi. Ég er viss um að hann verður stoltur.“ Tengdar fréttir Lögreglan á villigötum í rannsókn morðmáls Lögreglan á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur um morðgátuna í Ófærð. 22. febrúar 2016 09:02 Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42 Eyðilagði Ófærð fyrir enskum manni í beinni: „Litli skíturinn þinn“ Hjörvar Hafliðason heyrði í enskum félaga sínum í Brennslunni í morgun og var tilgangurinn aðeins einn, hann ætlaði sér að segja honum hver morðinginn væri í Ófærð. 23. febrúar 2016 12:05 Balti skýtur föstum skotum á lögregluna vegna Ófærðar Fannst ummæli lögreglumanna um verklag lögreglunnar í Ófærð spaugileg. 22. febrúar 2016 16:49 Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann Sigurjón Kjartansson biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþátt Ófærðar sem sýndur verður í kvöld og skemma fyrir útlendingunum. 21. febrúar 2016 15:45 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ólafur Darri Ólafsson er með skegg sem minnir á furuskóg og göngulag sem minnir á björn ef marka má lýsingu blaðamanns Guardian á leikaranum en hann er í viðtali á vef blaðsins í dag ásamt Baltasar Kormáki, leikstjóra. Fyrirsögn viðtalsins er „Hann er stór, loðinn og kynþokkafyllsti maður Íslands,“ en tilefnið er sýning sjónvarpsþáttanna Ófærð sem sýnd er á laugardagskvöldum í Bretlandi á sjónvarpsstöðinni BBC 4. Eins og flestir Íslendingar ættu að kannast við fer Ólafur Darri með hlutverk lögreglustjórans Andra í þáttunum. Í greininni er Ólafur Darri sagður stærsta stjarna Íslands og ólíklegasta kyntákn landsins. „Hann er eins og einn af fjöllunum í firðinum,“ er haft eftir Baltasar Kormáki sem segist ekki hafa viljað hafa aðalpersónuna hefðbundna þrátt fyrir þrýsting þar um. „Ólafur Darri var alltaf mitt fyrsta val. Hann hefur orðið nokkurs konar Gérard Depardieu Íslands. Konur elska hann, hvort sem þú trúir því eða ekki,“ segir Baltasar.Ólafur Darri segist hafa sótt innblástur til föður síns við túlkunina á Andramynd/rvk studiosÓlafur Darri segir Andra á skrýtnum stað í lífinu. „Hann er greinilega alltof hæfur lögreglumaður fyrir þennan litla bæ og virðist ekki passa þarna inn. En svo er framið morð og þú sérð hvernig það kviknar á honum. Það er eins og að það vakni eitthvað innra með honum,“ segir Ólafur Darri. Hann lýsir svo íslenskum karlmönnum og segir þá mjög lokaða og sjaldan sýna tilfinningar. Leikarinn viðurkennir svo fyrir blaðamanni Guardian að hafa sótt innblástur til föður síns við túlkun sína á Andra. „Ég hef aldrei séð hann gráta og hann gefur afar sjaldan eitthvað upp en hann getur notað þögnina á mjög áhrifaríkan þátt. Ég hef ekki sagt honum þetta enn en ég geri það þegar sýningum á þættinum lýkur á Íslandi. Ég er viss um að hann verður stoltur.“
Tengdar fréttir Lögreglan á villigötum í rannsókn morðmáls Lögreglan á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur um morðgátuna í Ófærð. 22. febrúar 2016 09:02 Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42 Eyðilagði Ófærð fyrir enskum manni í beinni: „Litli skíturinn þinn“ Hjörvar Hafliðason heyrði í enskum félaga sínum í Brennslunni í morgun og var tilgangurinn aðeins einn, hann ætlaði sér að segja honum hver morðinginn væri í Ófærð. 23. febrúar 2016 12:05 Balti skýtur föstum skotum á lögregluna vegna Ófærðar Fannst ummæli lögreglumanna um verklag lögreglunnar í Ófærð spaugileg. 22. febrúar 2016 16:49 Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann Sigurjón Kjartansson biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþátt Ófærðar sem sýndur verður í kvöld og skemma fyrir útlendingunum. 21. febrúar 2016 15:45 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Lögreglan á villigötum í rannsókn morðmáls Lögreglan á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur um morðgátuna í Ófærð. 22. febrúar 2016 09:02
Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42
Eyðilagði Ófærð fyrir enskum manni í beinni: „Litli skíturinn þinn“ Hjörvar Hafliðason heyrði í enskum félaga sínum í Brennslunni í morgun og var tilgangurinn aðeins einn, hann ætlaði sér að segja honum hver morðinginn væri í Ófærð. 23. febrúar 2016 12:05
Balti skýtur föstum skotum á lögregluna vegna Ófærðar Fannst ummæli lögreglumanna um verklag lögreglunnar í Ófærð spaugileg. 22. febrúar 2016 16:49
Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann Sigurjón Kjartansson biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþátt Ófærðar sem sýndur verður í kvöld og skemma fyrir útlendingunum. 21. febrúar 2016 15:45