Rödd Morgan Freeman í leiðsögukerfi Google Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 09:05 Morgan Freeman. Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent