Maserati Levante jeppi á markað í vor Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2016 13:45 Maserati Levante. worldcarfans Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent