Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. mars 2016 07:00 Flóttamaður í Tyrklandi kveikir í buxum til að búa til lítinn varðeld, skammt frá landamærabænum Idomeni þar sem tugir þúsunda flóttamanna bíða átekta. Nordicphotos/AFP Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04
Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44
Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00
Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15