Mercedes-Maybach S600 Guard er sterkasti fólkbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 14:43 Mercedes Benz S600 Guard. Þeim sem er annt um öryggi sitt geta nú fengið sterkasta fólksbíl sem um getur í formi Mercedes-Maybach S600 Guard. Hann stenst öryggisstaðalinn VR10, hvað sem það nú þýðir en forveri hans stóðst aðeins VR9. Þessi bíll þolir að það sé skotið á hann með byssukúlum úr hertu stáli með öflugustu rifflum, hvort sem skotið er á rúður hans eða yfirbyggingu. Bíllinn stenst einnig öryggisstaðalinn “Explosive Resistant Vehicles 2010” og það merkir væntanlega að hann stenst að auki öflugar sprengingar. Mercedes gefur ekki upp hvaða efni er notað til að brynja svo vel innanrými bílsins en í rúðum hans er notað polycarbonate efni. Þó svo að þessi bíll sé svona vel brynvarður er allur lúxusbúnaður sá sami og í venjulegum Mercedes-Maybach S600 bíl, semsagt troðinn af lúxus, með miklu plássi og frábærum akstureiginleikum. Svona bíll er eðlilega ekki ódýr og kostar um 68 milljónir króna. Það þarf bæði mjög efnaðan einstakling og hræddan um líf sitt til að draga upp veskið fyrir svona bíl, en Mercedes myndi ekki framleiða hann nema að slíkir einstaklingar séu einmitt til. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Þeim sem er annt um öryggi sitt geta nú fengið sterkasta fólksbíl sem um getur í formi Mercedes-Maybach S600 Guard. Hann stenst öryggisstaðalinn VR10, hvað sem það nú þýðir en forveri hans stóðst aðeins VR9. Þessi bíll þolir að það sé skotið á hann með byssukúlum úr hertu stáli með öflugustu rifflum, hvort sem skotið er á rúður hans eða yfirbyggingu. Bíllinn stenst einnig öryggisstaðalinn “Explosive Resistant Vehicles 2010” og það merkir væntanlega að hann stenst að auki öflugar sprengingar. Mercedes gefur ekki upp hvaða efni er notað til að brynja svo vel innanrými bílsins en í rúðum hans er notað polycarbonate efni. Þó svo að þessi bíll sé svona vel brynvarður er allur lúxusbúnaður sá sami og í venjulegum Mercedes-Maybach S600 bíl, semsagt troðinn af lúxus, með miklu plássi og frábærum akstureiginleikum. Svona bíll er eðlilega ekki ódýr og kostar um 68 milljónir króna. Það þarf bæði mjög efnaðan einstakling og hræddan um líf sitt til að draga upp veskið fyrir svona bíl, en Mercedes myndi ekki framleiða hann nema að slíkir einstaklingar séu einmitt til.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent