Hjólreiðamenn eltir af strúti á 50 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 12:18 Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent
Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent