Í meira en tvo áratugi framleiddi Bretland flesta bíla allra Evrópulanda. Ofan á það hafa þeir framleitt ótrúlegt magn af sögufrægum bílum og eru líklega virkasta þjóð í heimi í akstursíþróttum. Þrátt fyrir alla þessa sögu sést bílalandið Bretland varla á radar bílabransans. Hvað í ósköpunum gerðist?Í fyrri greinum mínum um Japan, Þýskaland, Bandaríkin og Frakkland hef ég talið upp helstu bílaframleiðendur landsins. Ég geri það þó ekki í þessari grein sökum þess hversu margir þeir eru ásamt því að fæstir þeirra eru í eigu Breta í dag.UpphafiðFrederick Simms keypti réttindi af Daimler vélinni 1893 sem hann notaði í mótorbát. Tveimur árum síðar keypti Harry Lawson vélina af Simms til nota á landi. Það reyndist erfitt þar sem rauðfánalögin (e. the Red Flag Act) hindruðu notkun vélknúinna farartækja á vegum Bretlands. Lögin voru á þann veg að á undan bifreiðinni þurfti alltaf að vera maður með rauðan fána til að vara við aðra vegfarendur og þá fyrst og fremst hesta. Lawson og Simms settu þá á laggirnar fyrsta bílaklúbb Bretlands sem vann að því að breyta lögunum. Fyrstu bresku bílarnir sóttu mest alla tækni frá Þýskalandi og Frakklandi sem voru skrefi á undan þangað til um aldamótin 1900 þegar fyrstu bílarnir sem hannaðir voru í Bretlandi komu á sjónarsviðið frá fyrirtækinu Wolvesley Sheep Shearing Company frá iðnaðarborginni Birmingham. Herbert Austin, forstjóri fyrirtækisins, sagði sig úr því til að stofna sitt eigið fyrirtæki, Austin. Á aðeins þremur árum framleiddi Austin sautján nýjar gerðir af bílum.Kanarnir sjá sér leik á borðiÁrið 1913 byggði Bandaríkjamaðurinn Henry Ford verksmiðju í Manchester og tók forystu í bílaframleiðslu í Bretlandi með yfir 7.000 bíla framleidda á fyrsta árinu. Árið 1925 blandaði General Motors sér í leikinn með kaupum sínum á Vauxhall. Á stuttum tíma fylltust vegir og stærðarinnar umferðarteppur mynduðust í stórborgunum.Morris, Rover og Austin láta til sín takaWilliam Morris byrjaði, eins og svo margir aðrir bílafrömuðir, á því að framleiða reiðhjól. Þaðan hóf hann mótorhjólaframleiðslu og árið 1912 byrjaði glæstur ferill hans sem bílaframleiðandi. John Kemp Starley fór einnig sömu leið með því að hanna reiðhjól, mótorhjól og svo loks bifreið en ólíkt Morris þá var fyrirtæki hans ekki nefnt eftir honum heldur bar það nafnið Rover. Rover bifreiðar voru í dýrari kantinum og voru ætlaðar aðalnum. Þegar fyrri heimstyrjöldin gekk í garð stöðvaðist bílaframleiðsla svo hægt væri að framleiða hergögn. Eftir stríð varð til eftirspurn eftir ódýrari bílum og reið Austin á vaðið með því að bjóða upp á „Litla Austin“, eða Austin Seven, sem kostaði aðeins 225 pund árið 1922. Árið 1925 var framleiðslugeta Austin komin í 25.000 bíla á ári. Úr 158 framleiðendum í 58Á milli stríða urðu miklar breytingar í breska bílaiðnaðinum, árið 1922 voru 183 bílaframleiðendur í Bretlandi en árið 1929 voru þeir aðeins 58 talsins. Stærstu framleiðendurnir árið 1929 voru Morris og Austin en þessir tveir framleiddu um 60% af öllum seldum bílum í Bretlandi. Árið 1932 tók Bretland fram úr Frakklandi sem stærsta bílaframleiðsluland Evrópu og hélt þeirri forystu þangað til 1955. Til að setja það í samhengi voru framleiddir um 500.000 bílar í Bretlandi árið 1937. Kreppan á fjórða áratug setti strik í reikninginn þar sem margir höfðu ekki efni á einkabíl og atvinnuleysi var mikið. Meira að segja lúxusbílaframleiðandinn Bentley sem hafði skömmu áður unnið fræga Le Mans kappaksturinn í Frakklandi fór á hausinn og var keyptur upp af Rolls Royce og í mörg ár voru Bentley bílar einungis ódýrari útgáfur af Rolls Royce bílum.Morris tekur forystunaMorris varð stærsti framleiðandi landsins og seldi á þeim tíma næstum þriðjung af öllum nýjum bílum í Bretlandi ásamt því að kaupa upp nokkra minni framleiðendur. Með því að fylgja fordæmi Ford og General Motors hvað fjöldaframleiðslu varðar varð Morris mjög skilvirkur framleiðandi með ánægða verkamenn. William Morris varð gríðarlega ríkur en átti engin börn, svo hann gaf mest öll auðæfi sín til góðgerðamála. Árið 1939 var Evrópa aftur stríðshrjáð. Aftur voru allar verksmiðjur nýttar í framleiðslu hergagna, svo sem skriðdreka, flugvélar, byssur og vörubíla. Verksmiðjurnar voru auðvelt skotmark óvinarins og voru þær gjarnan varðar með kjafti og klóm, enda mikilvægur þáttur í stríðinu. Eftir seinni heimstyrjöld tók kúnnahópi Rover að fækka.Land Rover er líklega frægasti jeppi heims.Land Rover verður tilLúxusbílar voru hreinlega ekki ofarlega í huga kaupenda. Hönnuðir Rover gerðu sér grein fyrir þessu og byrjuðu að hanna fjórhjóladrifinn bíl sem hannaður var útfrá hinum fræga Willys Jeep, sem hafði þjónað Bandaríkjamönnum svo vel í stríðinu. Úr varð einn elskaðasti bíll Bretlands, Land Rover. Við framleiðslu hergagna þurfti gríðarlegt magn stáls þannig að eftir stríð setti breska ríkið lög um að einungis þeir sem framleiddu yfir 75% til útflutnings fengu að kaupa stál. Þannig varð Bretland stærsta útflutningsland bifreiða í heimi. Um 1950 voru breskir bílar um helmingur af öllum útflutningi bíla í heiminum. 29% af þeim voru Ford og GM bílar, sem voru í eigu Bandaríkjamanna.Samruni hefstSem svar við velmegun amerísku merkjanna í Bretlandi sameinuðust erkifjendurnir Morris og Austin árið 1952 og urðu að British Motor Corporation, eða BMC. Það sem stjórnendur fyrirtækjanna tveggja gerðu sér ekki grein fyrir var að þetta var fyrsti naglinn í kistu breskrar bílaframleiðslu. Þýskaland tók aftur við sér eftir seinni heimstyrjöldina og árið 1953 framleiddi Þýskaland fleiri bíla en Frakkland og árið 1956 fleiri bíla en Bretland. Á þessum tíma var hröð þróun á bílamarkaðnum og BMC dróst aftur úr. Frekari samruni átti sér svo stað. Sameinuðust þá flestir sjálfstæðir bílaframleiðendur Bretlands, yfir 100 talsins í eitt vörumerki sem fór fljótt á hausinn þökk sé lélegrar stjórnunar og ósættis. Breska ríkið tók yfir fyrirtækið og úr varð British Leyland, eða BLMC. Á sama tíma var verkalýðsfélag bílaiðnaðarins, með Derek Robinson í broddi fylkingar, með uppsteit og verkföll urðu tíð. Áætlað er að um 200 milljón punda hafi tapast á árunum 1978 og 1979 af sökum verkfalla.BjörgunaraðgerðirÁrið 1979 var Michael Edwards, upphaflega frá Suður-Afríku, ráðinn yfir British Leyland til að koma hlutunum í góðan farveg. Hann lokaði nokkrum verksmiðjum, borgaði nokkrum stjórnarmönnum út úr fyrirtækinu og leit til Japans að hjálp. British Leyland og Honda þróuðu saman bíl sem færði breska bílaframleiðslu nær samtímanum með nýrri tækni og róbotum. Allt kom fyrir ekki og British Leyland dróst aftur úr og hélt áfram að tapa peningum. Japanir voru búnir að sýna fram á að bílar gátu verið áreiðanlegir og að þeir þyrftu ekki endilega að bila. Undirmerki British Leyland voru gjarnan í samkeppni við hvort annað og reyndist erfitt að fá þau til að vinna saman. Ofan á það voru bílarnir illa smíðaðir og biluðu gjarnan.Lotus Elise er gott dæmi um frábæran smáan sportbíl frá Bretlandi.British Leyland sundrastÞegar Margaret Thatcher sá vandamálin hrannast upp tók hún þá ákvörðun um að selja British Leyland í pörtum. Frægasta dæmið var þegar Rover, MG og Land Rover var selt til British Aerospace undir þeim formerkjum að þeir máttu ekki selja fyrirtækin næstu fimm árin. Um leið og árin fimm voru liðin, árið 1994, seldi British Aerospace merkin úr landi til BMW með hagnaði. Í fyrsta sinn í næstum heila öld átti Bretland engan stóran bílaframleiðanda. Hér má sjá gróft yfirlit yfir bílamerkin sem seld voru úr landi, þó voru þau ekki öll í eigu British Leyland.Jaguar til Ford en síðan til Tata Motors.Rover, Triumph og Land Rover til BMW, síðar til Ford og svo til Tata Motors.MG, Morris og Austin til BMW en síðar til SAIC.Talbot til Peugeot.GM tók þá ákvörðun að Vauxhall yrðu bara Opel bílar með öðru merki.Aston Martin til Ford en síðar til Prodrive.Bentley til Volkswagen.Rolls Royce til Volkswagen en síðar til BMW.Lotus til GM en síðar til Proton. Eftir þetta sorgarskeið breska bílaiðnaðarins sá brátt til sólu þegar erlendir bílaframleiðendur settu upp verksmiðjur í Bretlandi til að sinna evrópumarkaði.EndurreisninEftir öll herlegheitin er breski bílaiðnaðurinn ekki dauður úr öllum æðum. Þvert á móti. Þrátt fyrir að nánast allir breskir bílaframleiðendur séu í eigu annarra þá fer mikið af framleiðslu, hönnun og þróunarvinnu fram í Bretlandi. Það sem hefur gerst seinustu áratugi er að stærri fyrirtæki með meira fjárhagslegt bolmagn hafa gert merkjunum kleift að framleiða aftur góða bíla og hefur breski bílaiðnaðurinn blómstrað. Ódýru framleiðendurnir, Ford og Vauxhall, hafa framleitt vinsæla fólksbíla sem gjarnan hafa verið hannaðir og framleiddir í Bretlandi í samvinnu við önnur evrópulönd. Dýrari framleiðendur eins og Aston Martin, Jaguar, Lotus, Bentley, Rolls Royce og Land Rover hafa gefið út marga af flottustu lúxus- og sportbíla seinustu áratuga. Smáir sportbílarFyrir fimmtíu árum síðan var Bretland frægt fyrir skemmtilega litla sportbíla. Nú eru þeir orðnir vinsælli en nokkru sinni fyrr og eru þeir sérgrein Breta. Áður fyrr voru það framleiðendur á borð við Austin Healey, MG og Triumph en í dag eru það Ariel, BAC, Radical og Noble ásamt Morgan og Caterham.Lotus MK7.KappakstursíþróttirKappakstur hefur alltaf verið vinsæll í Bretlandi og eru Bretar algengir í hinum ýmsu greinum íþróttarinnar. Hvort sem það er Formúla 1, Heimsrallið eða aðrar keppnir þá eru bretar sýnilegir í hinum ýmsu stöðum. Í nánast öllum keppnum eru breskir ökuþórar, Bernie Ecclestone er formaður og alráður í Formúlu 1 ásamt því að mörg lið eru starfrækt frá Bretlandi og breskir verkfræðingar vinsælir. Rallý er mikið stundað í Bretlandi ásamt því að ein sigursælustu lið Heimsrallsins koma þaðan. Sögulegir bílar Land Rover – Hönnuðir og verkfræðingar Rover hönnuðu Land Rover árið 1948 með hinn bandaríska Overland Willys í huga, sem gerði garðinn frægan í seinni heimstyrjöldinni. Það sem úr varð er líklegast einn frægasti jeppi allra tíma, ef ekki sá frægasti. Hann var ekki bara hannaður fyrir vígvöllinn heldur var hann fyrsti jeppinn sem aðallega var hugsaður fyrir fólk sem lifði í dreifbýli. Hann var lengi í framleiðslu með litlum breytingum en þegar hann breyttist í útliti árið 1983 breyttist nafnið í Land Rover 90 og 110 og síðar í Defender. Framleiðsla á Defender hætti nýlega, sem þýðir að gamla týpan entist í framleiðslu í 35 ár og nýrri týpan í 32 ár sem verður að teljast merkilegt.Lotus Seven – Lotus Seven er af mörgum talinn hinn fullkomni sportbíll. Colin Chapman hannaði hann árið 1957 og Lotus framleiddi hann til ársins 1973, en þá keyptu Caterham réttindin. Seven er lítill, tveggja sæta, einfaldur, afturhjóladrifinn og það sem skiptir mestu, fisléttur. Seinustu áratugi hafa bílar byggðir á Lotus Seven orðið mjög algengir því að hægt er að kaupa þá sem „Kitcar“ eða bíl sem þú setur saman sjálfur og sparar þar með pening. Caterham selur þá bæði samsetta og ósamsetta í hinum ýmsu útfærslum.Austin Mini.Mini – Tvímælalaust „breskasti“ bíll sem framleiddur hefur verið og gríðarlega vinsæll. Hann var hannaður af Alec Issigonis fyrir BMC, sem síðar varð British Leyland og var í framleiðslu frá 1959 til ársins 2000. Mini var mjög smár en rúmgóður fjölskyldubíll. Hann var mjög ódýr og rannsökuðu helstu keppinautar BMC hvernig þeir gátu boðið hann svona ódýrt. Í ljós kom að þeir töpuðu peningum á hverjum einasta selda Mini. Þrátt fyrir að vera fjölskyldubíll var Mini mjög sigursæll í hinum ýmsu keppnisgreinum og þá sérstaklega í ralli. BMW keypti Mini nafnið og kynnti til sögunnar aðra kynslóð af Mini árið 2001. Nýi bíllinn fékk mikla gagnrýni, aðallega varðandi hversu stór og þungur hann var. Þrátt fyrir að hafa verið hannaður af BMW er nýi Mini framleiddur í Bretlandi. Jaguar E-type – Kom fyrst út 1961 með heldur framúrstefnulegt útlit sem bræddi flest hjörtu og er talinn í dag vera einn fallegasti bíll sem framleiddur hefur verið. Hann hafði ekki bara útlitið með sér heldur þótti hann hafa frábæra aksturseiginleika, bauð upp á mikla nýja tækni og var á samkeppnishæfu verði. Framleiðsla á E-type hætti árið 1975 en er nýi F-type byggður mikið á útliti hans.McLaren F1.McLaren F1 – McLaren var búið að vera þekkt lið í Formúlu 1 frá árinu 1963 þegar þeir ákváðu að framleiða bíl fyrir almennan markað árið 1992. Það var enginn venjulegur fjölskyldubíll þó, heldur vægast sagt ofurbíll. Hann var merkilegur fyrir marga hluti, m.a. fyrir að vega aðeins 1.138 kg. Hann var með gríðarlega lága vindmótstöðu, lægri en flestir sportbílar í dag. Sætin voru þrjú og situr ökumaður í miðju bílsins. Efnin sem hann var byggður úr voru m.a. koltrefjaefni, títaníum, gull, magnesíum og kevlar. Vélin kom frá BMW og skilaði 618 hö sem stuðlaði að því að árið 1998 var McLaren F1 hraðasti framleiðslubíll í heimi þegar hann náði 390,7 km/klst. Hann hélt metinu til ársins 2005 þegar Bugatti Veyron kom til sögunnar.Lotus Elise – Eftir að maðurinn á bakvið Lotus, Colin Chapman, hafði látist tók sölu Lotus að dala. Bílar þeirra voru orðnir gamlir og úreldir og kúnnahópurinn fámennur. Árið 1996 gáfu þeir þá út Elise, enn einn sportbílinn í fjaðurvikt, nema núna í nútímabúningi. Elise varð gríðarlega vinsæll sportbíll og er enn í dag, 20 árum síðar. Það má segja að þessi bíll hafi komið Lotus aftur á kortið sem hefði annars auðveldlega geta fallið í gleymsku.Range Rover.Range Rover – Árið 1970 vildi Land Rover kynna til leiks stærri útgáfu af hinum vinsæla Land Rover. Fékk bíllinn nafnið Range Rover og þótti vel heppnaður enda mjög dýr í kaupum. Hann var vinsæll í sveitasetrum Bretlands enda stór og sterkbyggður. Fljótt bættust við alls kyns lúxusútgáfur með fjórum hurðum í stað tveggja, leðursæti og fleiri tækjum og tólum. Varð hann þá enn vinsælli og hófst jeppavæðing borgarbúa. Í dag virðist ekkert vera sjálfsagðara en að keyra um á lúxusjeppum í borgum og er Range Rover þar í sérflokki. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Áhrif Bandaríkjanna á bíliðnaðinn Bílalandið Bandaríkin hefur markað stór spor í bílasöguna og á tímabili voru framleiddir fleiri Ford Model T en öllum öðrum bílum í heiminum. 7. apríl 2015 14:45 Hvernig Japan breytti bílaiðnaðinum Smærri bílar, smærri vélar, lág bilanatíðni og ný nálgun japanskra framleiðenda breytti bílaframleiðslu í heiminum. 1. júlí 2014 09:34 Áhrif Þýskalands á bíliðnaðinn Fyrsti bíllinn var þýskur, sögufrægasti sportbíllinn er þýskur og 3 af 10 mest seldu bílum sögunnar eru frá VW. 2. desember 2014 10:30 Mikilvægi Frakklands í bílasögunni Það vill oft gleymast hversu stóran þátt Frakkar áttu í þróun bílsins. 6. október 2015 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Í meira en tvo áratugi framleiddi Bretland flesta bíla allra Evrópulanda. Ofan á það hafa þeir framleitt ótrúlegt magn af sögufrægum bílum og eru líklega virkasta þjóð í heimi í akstursíþróttum. Þrátt fyrir alla þessa sögu sést bílalandið Bretland varla á radar bílabransans. Hvað í ósköpunum gerðist?Í fyrri greinum mínum um Japan, Þýskaland, Bandaríkin og Frakkland hef ég talið upp helstu bílaframleiðendur landsins. Ég geri það þó ekki í þessari grein sökum þess hversu margir þeir eru ásamt því að fæstir þeirra eru í eigu Breta í dag.UpphafiðFrederick Simms keypti réttindi af Daimler vélinni 1893 sem hann notaði í mótorbát. Tveimur árum síðar keypti Harry Lawson vélina af Simms til nota á landi. Það reyndist erfitt þar sem rauðfánalögin (e. the Red Flag Act) hindruðu notkun vélknúinna farartækja á vegum Bretlands. Lögin voru á þann veg að á undan bifreiðinni þurfti alltaf að vera maður með rauðan fána til að vara við aðra vegfarendur og þá fyrst og fremst hesta. Lawson og Simms settu þá á laggirnar fyrsta bílaklúbb Bretlands sem vann að því að breyta lögunum. Fyrstu bresku bílarnir sóttu mest alla tækni frá Þýskalandi og Frakklandi sem voru skrefi á undan þangað til um aldamótin 1900 þegar fyrstu bílarnir sem hannaðir voru í Bretlandi komu á sjónarsviðið frá fyrirtækinu Wolvesley Sheep Shearing Company frá iðnaðarborginni Birmingham. Herbert Austin, forstjóri fyrirtækisins, sagði sig úr því til að stofna sitt eigið fyrirtæki, Austin. Á aðeins þremur árum framleiddi Austin sautján nýjar gerðir af bílum.Kanarnir sjá sér leik á borðiÁrið 1913 byggði Bandaríkjamaðurinn Henry Ford verksmiðju í Manchester og tók forystu í bílaframleiðslu í Bretlandi með yfir 7.000 bíla framleidda á fyrsta árinu. Árið 1925 blandaði General Motors sér í leikinn með kaupum sínum á Vauxhall. Á stuttum tíma fylltust vegir og stærðarinnar umferðarteppur mynduðust í stórborgunum.Morris, Rover og Austin láta til sín takaWilliam Morris byrjaði, eins og svo margir aðrir bílafrömuðir, á því að framleiða reiðhjól. Þaðan hóf hann mótorhjólaframleiðslu og árið 1912 byrjaði glæstur ferill hans sem bílaframleiðandi. John Kemp Starley fór einnig sömu leið með því að hanna reiðhjól, mótorhjól og svo loks bifreið en ólíkt Morris þá var fyrirtæki hans ekki nefnt eftir honum heldur bar það nafnið Rover. Rover bifreiðar voru í dýrari kantinum og voru ætlaðar aðalnum. Þegar fyrri heimstyrjöldin gekk í garð stöðvaðist bílaframleiðsla svo hægt væri að framleiða hergögn. Eftir stríð varð til eftirspurn eftir ódýrari bílum og reið Austin á vaðið með því að bjóða upp á „Litla Austin“, eða Austin Seven, sem kostaði aðeins 225 pund árið 1922. Árið 1925 var framleiðslugeta Austin komin í 25.000 bíla á ári. Úr 158 framleiðendum í 58Á milli stríða urðu miklar breytingar í breska bílaiðnaðinum, árið 1922 voru 183 bílaframleiðendur í Bretlandi en árið 1929 voru þeir aðeins 58 talsins. Stærstu framleiðendurnir árið 1929 voru Morris og Austin en þessir tveir framleiddu um 60% af öllum seldum bílum í Bretlandi. Árið 1932 tók Bretland fram úr Frakklandi sem stærsta bílaframleiðsluland Evrópu og hélt þeirri forystu þangað til 1955. Til að setja það í samhengi voru framleiddir um 500.000 bílar í Bretlandi árið 1937. Kreppan á fjórða áratug setti strik í reikninginn þar sem margir höfðu ekki efni á einkabíl og atvinnuleysi var mikið. Meira að segja lúxusbílaframleiðandinn Bentley sem hafði skömmu áður unnið fræga Le Mans kappaksturinn í Frakklandi fór á hausinn og var keyptur upp af Rolls Royce og í mörg ár voru Bentley bílar einungis ódýrari útgáfur af Rolls Royce bílum.Morris tekur forystunaMorris varð stærsti framleiðandi landsins og seldi á þeim tíma næstum þriðjung af öllum nýjum bílum í Bretlandi ásamt því að kaupa upp nokkra minni framleiðendur. Með því að fylgja fordæmi Ford og General Motors hvað fjöldaframleiðslu varðar varð Morris mjög skilvirkur framleiðandi með ánægða verkamenn. William Morris varð gríðarlega ríkur en átti engin börn, svo hann gaf mest öll auðæfi sín til góðgerðamála. Árið 1939 var Evrópa aftur stríðshrjáð. Aftur voru allar verksmiðjur nýttar í framleiðslu hergagna, svo sem skriðdreka, flugvélar, byssur og vörubíla. Verksmiðjurnar voru auðvelt skotmark óvinarins og voru þær gjarnan varðar með kjafti og klóm, enda mikilvægur þáttur í stríðinu. Eftir seinni heimstyrjöld tók kúnnahópi Rover að fækka.Land Rover er líklega frægasti jeppi heims.Land Rover verður tilLúxusbílar voru hreinlega ekki ofarlega í huga kaupenda. Hönnuðir Rover gerðu sér grein fyrir þessu og byrjuðu að hanna fjórhjóladrifinn bíl sem hannaður var útfrá hinum fræga Willys Jeep, sem hafði þjónað Bandaríkjamönnum svo vel í stríðinu. Úr varð einn elskaðasti bíll Bretlands, Land Rover. Við framleiðslu hergagna þurfti gríðarlegt magn stáls þannig að eftir stríð setti breska ríkið lög um að einungis þeir sem framleiddu yfir 75% til útflutnings fengu að kaupa stál. Þannig varð Bretland stærsta útflutningsland bifreiða í heimi. Um 1950 voru breskir bílar um helmingur af öllum útflutningi bíla í heiminum. 29% af þeim voru Ford og GM bílar, sem voru í eigu Bandaríkjamanna.Samruni hefstSem svar við velmegun amerísku merkjanna í Bretlandi sameinuðust erkifjendurnir Morris og Austin árið 1952 og urðu að British Motor Corporation, eða BMC. Það sem stjórnendur fyrirtækjanna tveggja gerðu sér ekki grein fyrir var að þetta var fyrsti naglinn í kistu breskrar bílaframleiðslu. Þýskaland tók aftur við sér eftir seinni heimstyrjöldina og árið 1953 framleiddi Þýskaland fleiri bíla en Frakkland og árið 1956 fleiri bíla en Bretland. Á þessum tíma var hröð þróun á bílamarkaðnum og BMC dróst aftur úr. Frekari samruni átti sér svo stað. Sameinuðust þá flestir sjálfstæðir bílaframleiðendur Bretlands, yfir 100 talsins í eitt vörumerki sem fór fljótt á hausinn þökk sé lélegrar stjórnunar og ósættis. Breska ríkið tók yfir fyrirtækið og úr varð British Leyland, eða BLMC. Á sama tíma var verkalýðsfélag bílaiðnaðarins, með Derek Robinson í broddi fylkingar, með uppsteit og verkföll urðu tíð. Áætlað er að um 200 milljón punda hafi tapast á árunum 1978 og 1979 af sökum verkfalla.BjörgunaraðgerðirÁrið 1979 var Michael Edwards, upphaflega frá Suður-Afríku, ráðinn yfir British Leyland til að koma hlutunum í góðan farveg. Hann lokaði nokkrum verksmiðjum, borgaði nokkrum stjórnarmönnum út úr fyrirtækinu og leit til Japans að hjálp. British Leyland og Honda þróuðu saman bíl sem færði breska bílaframleiðslu nær samtímanum með nýrri tækni og róbotum. Allt kom fyrir ekki og British Leyland dróst aftur úr og hélt áfram að tapa peningum. Japanir voru búnir að sýna fram á að bílar gátu verið áreiðanlegir og að þeir þyrftu ekki endilega að bila. Undirmerki British Leyland voru gjarnan í samkeppni við hvort annað og reyndist erfitt að fá þau til að vinna saman. Ofan á það voru bílarnir illa smíðaðir og biluðu gjarnan.Lotus Elise er gott dæmi um frábæran smáan sportbíl frá Bretlandi.British Leyland sundrastÞegar Margaret Thatcher sá vandamálin hrannast upp tók hún þá ákvörðun um að selja British Leyland í pörtum. Frægasta dæmið var þegar Rover, MG og Land Rover var selt til British Aerospace undir þeim formerkjum að þeir máttu ekki selja fyrirtækin næstu fimm árin. Um leið og árin fimm voru liðin, árið 1994, seldi British Aerospace merkin úr landi til BMW með hagnaði. Í fyrsta sinn í næstum heila öld átti Bretland engan stóran bílaframleiðanda. Hér má sjá gróft yfirlit yfir bílamerkin sem seld voru úr landi, þó voru þau ekki öll í eigu British Leyland.Jaguar til Ford en síðan til Tata Motors.Rover, Triumph og Land Rover til BMW, síðar til Ford og svo til Tata Motors.MG, Morris og Austin til BMW en síðar til SAIC.Talbot til Peugeot.GM tók þá ákvörðun að Vauxhall yrðu bara Opel bílar með öðru merki.Aston Martin til Ford en síðar til Prodrive.Bentley til Volkswagen.Rolls Royce til Volkswagen en síðar til BMW.Lotus til GM en síðar til Proton. Eftir þetta sorgarskeið breska bílaiðnaðarins sá brátt til sólu þegar erlendir bílaframleiðendur settu upp verksmiðjur í Bretlandi til að sinna evrópumarkaði.EndurreisninEftir öll herlegheitin er breski bílaiðnaðurinn ekki dauður úr öllum æðum. Þvert á móti. Þrátt fyrir að nánast allir breskir bílaframleiðendur séu í eigu annarra þá fer mikið af framleiðslu, hönnun og þróunarvinnu fram í Bretlandi. Það sem hefur gerst seinustu áratugi er að stærri fyrirtæki með meira fjárhagslegt bolmagn hafa gert merkjunum kleift að framleiða aftur góða bíla og hefur breski bílaiðnaðurinn blómstrað. Ódýru framleiðendurnir, Ford og Vauxhall, hafa framleitt vinsæla fólksbíla sem gjarnan hafa verið hannaðir og framleiddir í Bretlandi í samvinnu við önnur evrópulönd. Dýrari framleiðendur eins og Aston Martin, Jaguar, Lotus, Bentley, Rolls Royce og Land Rover hafa gefið út marga af flottustu lúxus- og sportbíla seinustu áratuga. Smáir sportbílarFyrir fimmtíu árum síðan var Bretland frægt fyrir skemmtilega litla sportbíla. Nú eru þeir orðnir vinsælli en nokkru sinni fyrr og eru þeir sérgrein Breta. Áður fyrr voru það framleiðendur á borð við Austin Healey, MG og Triumph en í dag eru það Ariel, BAC, Radical og Noble ásamt Morgan og Caterham.Lotus MK7.KappakstursíþróttirKappakstur hefur alltaf verið vinsæll í Bretlandi og eru Bretar algengir í hinum ýmsu greinum íþróttarinnar. Hvort sem það er Formúla 1, Heimsrallið eða aðrar keppnir þá eru bretar sýnilegir í hinum ýmsu stöðum. Í nánast öllum keppnum eru breskir ökuþórar, Bernie Ecclestone er formaður og alráður í Formúlu 1 ásamt því að mörg lið eru starfrækt frá Bretlandi og breskir verkfræðingar vinsælir. Rallý er mikið stundað í Bretlandi ásamt því að ein sigursælustu lið Heimsrallsins koma þaðan. Sögulegir bílar Land Rover – Hönnuðir og verkfræðingar Rover hönnuðu Land Rover árið 1948 með hinn bandaríska Overland Willys í huga, sem gerði garðinn frægan í seinni heimstyrjöldinni. Það sem úr varð er líklegast einn frægasti jeppi allra tíma, ef ekki sá frægasti. Hann var ekki bara hannaður fyrir vígvöllinn heldur var hann fyrsti jeppinn sem aðallega var hugsaður fyrir fólk sem lifði í dreifbýli. Hann var lengi í framleiðslu með litlum breytingum en þegar hann breyttist í útliti árið 1983 breyttist nafnið í Land Rover 90 og 110 og síðar í Defender. Framleiðsla á Defender hætti nýlega, sem þýðir að gamla týpan entist í framleiðslu í 35 ár og nýrri týpan í 32 ár sem verður að teljast merkilegt.Lotus Seven – Lotus Seven er af mörgum talinn hinn fullkomni sportbíll. Colin Chapman hannaði hann árið 1957 og Lotus framleiddi hann til ársins 1973, en þá keyptu Caterham réttindin. Seven er lítill, tveggja sæta, einfaldur, afturhjóladrifinn og það sem skiptir mestu, fisléttur. Seinustu áratugi hafa bílar byggðir á Lotus Seven orðið mjög algengir því að hægt er að kaupa þá sem „Kitcar“ eða bíl sem þú setur saman sjálfur og sparar þar með pening. Caterham selur þá bæði samsetta og ósamsetta í hinum ýmsu útfærslum.Austin Mini.Mini – Tvímælalaust „breskasti“ bíll sem framleiddur hefur verið og gríðarlega vinsæll. Hann var hannaður af Alec Issigonis fyrir BMC, sem síðar varð British Leyland og var í framleiðslu frá 1959 til ársins 2000. Mini var mjög smár en rúmgóður fjölskyldubíll. Hann var mjög ódýr og rannsökuðu helstu keppinautar BMC hvernig þeir gátu boðið hann svona ódýrt. Í ljós kom að þeir töpuðu peningum á hverjum einasta selda Mini. Þrátt fyrir að vera fjölskyldubíll var Mini mjög sigursæll í hinum ýmsu keppnisgreinum og þá sérstaklega í ralli. BMW keypti Mini nafnið og kynnti til sögunnar aðra kynslóð af Mini árið 2001. Nýi bíllinn fékk mikla gagnrýni, aðallega varðandi hversu stór og þungur hann var. Þrátt fyrir að hafa verið hannaður af BMW er nýi Mini framleiddur í Bretlandi. Jaguar E-type – Kom fyrst út 1961 með heldur framúrstefnulegt útlit sem bræddi flest hjörtu og er talinn í dag vera einn fallegasti bíll sem framleiddur hefur verið. Hann hafði ekki bara útlitið með sér heldur þótti hann hafa frábæra aksturseiginleika, bauð upp á mikla nýja tækni og var á samkeppnishæfu verði. Framleiðsla á E-type hætti árið 1975 en er nýi F-type byggður mikið á útliti hans.McLaren F1.McLaren F1 – McLaren var búið að vera þekkt lið í Formúlu 1 frá árinu 1963 þegar þeir ákváðu að framleiða bíl fyrir almennan markað árið 1992. Það var enginn venjulegur fjölskyldubíll þó, heldur vægast sagt ofurbíll. Hann var merkilegur fyrir marga hluti, m.a. fyrir að vega aðeins 1.138 kg. Hann var með gríðarlega lága vindmótstöðu, lægri en flestir sportbílar í dag. Sætin voru þrjú og situr ökumaður í miðju bílsins. Efnin sem hann var byggður úr voru m.a. koltrefjaefni, títaníum, gull, magnesíum og kevlar. Vélin kom frá BMW og skilaði 618 hö sem stuðlaði að því að árið 1998 var McLaren F1 hraðasti framleiðslubíll í heimi þegar hann náði 390,7 km/klst. Hann hélt metinu til ársins 2005 þegar Bugatti Veyron kom til sögunnar.Lotus Elise – Eftir að maðurinn á bakvið Lotus, Colin Chapman, hafði látist tók sölu Lotus að dala. Bílar þeirra voru orðnir gamlir og úreldir og kúnnahópurinn fámennur. Árið 1996 gáfu þeir þá út Elise, enn einn sportbílinn í fjaðurvikt, nema núna í nútímabúningi. Elise varð gríðarlega vinsæll sportbíll og er enn í dag, 20 árum síðar. Það má segja að þessi bíll hafi komið Lotus aftur á kortið sem hefði annars auðveldlega geta fallið í gleymsku.Range Rover.Range Rover – Árið 1970 vildi Land Rover kynna til leiks stærri útgáfu af hinum vinsæla Land Rover. Fékk bíllinn nafnið Range Rover og þótti vel heppnaður enda mjög dýr í kaupum. Hann var vinsæll í sveitasetrum Bretlands enda stór og sterkbyggður. Fljótt bættust við alls kyns lúxusútgáfur með fjórum hurðum í stað tveggja, leðursæti og fleiri tækjum og tólum. Varð hann þá enn vinsælli og hófst jeppavæðing borgarbúa. Í dag virðist ekkert vera sjálfsagðara en að keyra um á lúxusjeppum í borgum og er Range Rover þar í sérflokki.
Áhrif Bandaríkjanna á bíliðnaðinn Bílalandið Bandaríkin hefur markað stór spor í bílasöguna og á tímabili voru framleiddir fleiri Ford Model T en öllum öðrum bílum í heiminum. 7. apríl 2015 14:45
Hvernig Japan breytti bílaiðnaðinum Smærri bílar, smærri vélar, lág bilanatíðni og ný nálgun japanskra framleiðenda breytti bílaframleiðslu í heiminum. 1. júlí 2014 09:34
Áhrif Þýskalands á bíliðnaðinn Fyrsti bíllinn var þýskur, sögufrægasti sportbíllinn er þýskur og 3 af 10 mest seldu bílum sögunnar eru frá VW. 2. desember 2014 10:30
Mikilvægi Frakklands í bílasögunni Það vill oft gleymast hversu stóran þátt Frakkar áttu í þróun bílsins. 6. október 2015 15:00