Volvo XC90 T8 í snjóslag Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 08:54 Volvo XC90 í slagnum í snjónum í Þýskalandi. Bíll ársins á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi og víðar er hinn nýi lúxusjeppi Volvo XC90. Þessum bíl hefur verið tekið með kostum þá örfáu mánuði síðan hann kom fram á sjónarsviðið í fyrra. En hvernig ætli það sé að leika sér með alöflugustu gerð hans, hinn 407 hestafla T8 útgáfu, á snæviþakinni sérútbúinni braut í Þýskalandi nálægt Arnarhreiðrinu í Berchtesgaden? Greinarritari getur vitnað um það að slík upplifun er engu lík og þar var nánast bara ekið á hlið og bíllinn látinn spóla sig útúr hverri beygju. Í raun var alveg hægt að láta bílinn fara alla brautina í skriki og drifta honum frá byrjun til enda. Mikill tími gast til þessarar reynslu og endalausir hringir farnir og ávallt reynt að gera betur og skemmta sér enn meira með þetta frábæra tæki í höndunum.Ökumenn léku sér sem börnMeð allt það afl sem þessi bíll býr yfir er slík upplifun svo skemmtileg að leit er að öðru eins. Til þess þarf að taka af skrikvörn bílsins og það alveg óhætt því ef ökumaður missir bílinn úr brautinni gerir það hreinlega ekkert til því víðáttan tók bara við. Þó var ráðlagt að vera ekki nálægt næsta bíl. Margir ökumenn lentu reyndar utan brautar við þessa skemmtun og einhverjir festu sig. Þá dugði yfirleitt að lyfta upp loftpúðafjöðrun bílsins og í flestum tilvikum kraflaði bíllinn sig sjálfur útúr ógöngunum. Allir ökumenn þennan dag breyttust í börn og léku sér eins og enginn væri morgundagurinn og að minnsta kosti skreið undirritaður ávallt úr bílnum rennsveittur af æsingnum og spennunni sem þessu fylgdi. Þá var gott að kæla sig örlítið niður í frostinu sem þarna var, enda staddur í Ölpunum í þónokkurri hæð.Frábær á vegunum líkaÞó svo að Volvo XC90 jeppinn sé tiltölulega nýr af nálinni tókst Volvo að selja 88.000 slíka á síðasta ári og mun örugglega selja talsvert fleiri á þessu ári. Hann fæst nú hér á landi með D5 díslvél, 225 hestafla og í þessari öflugu T8 útfærslu, 407 hestafla þar sem 2,0 lítra bensínvélin skaffar 320 hestöfl og rafmótorar 87 hestöfl. Með þessar drifrás er eyðsla hans í blönduðum akstri aðeins 2,1 lítrar og mengunin 49 g/km og því er hann vörugjaldslaus og fyrir vikið á góðu verði. Þessi útgáfa bílsins er hreint mögnuð og í senn fáguð. Bíllinn er ógnarsnöggur, eða aðeins 5,6 sekúndur í hundraðið og er tog hans heilir 640 Nm. Við sem mættir voru til að reyna þenna skemmtilega jeppa í Þýskalandi fengum líka að aka honum mikið um þýska og austurríska sveitavegi, á hraðbrautum og í ægifögrum bæjum þessa svæðis. Þar fór bíllinn jafn mikið á kostum og í snjónum í Ölpunum og snerpa hans fannst enn betur er hann hafði “fast land” undir fótum.Volvo hefur ekki undan að framleiða XC90Volvo er á fljúgandi ferð þessa dagana, ekki bara XC90 T8 í snjó í Ölpunum. Volvo seldi yfir 500.000 bíla í fyrra og jók mjög við sölu sína milli ára og voru 269.000 þeirra seldir í Evrópu. Mest sala Volvo í einu landi er hinsvegar í Kína, næst mest í Svíðjóð og svo koma Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Volvo hreinlega hefur ekki undan að framleiða XC90 jeppann og er víðast bið eftir honum, en sú bið er alveg þess virði. Þarna fer skuggalegt tæki og fjölhæft í meira lagi.Spólað og spólað á snæviþakinni brautinni og skemmtanagildið eins og það gerist mest. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Bíll ársins á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi og víðar er hinn nýi lúxusjeppi Volvo XC90. Þessum bíl hefur verið tekið með kostum þá örfáu mánuði síðan hann kom fram á sjónarsviðið í fyrra. En hvernig ætli það sé að leika sér með alöflugustu gerð hans, hinn 407 hestafla T8 útgáfu, á snæviþakinni sérútbúinni braut í Þýskalandi nálægt Arnarhreiðrinu í Berchtesgaden? Greinarritari getur vitnað um það að slík upplifun er engu lík og þar var nánast bara ekið á hlið og bíllinn látinn spóla sig útúr hverri beygju. Í raun var alveg hægt að láta bílinn fara alla brautina í skriki og drifta honum frá byrjun til enda. Mikill tími gast til þessarar reynslu og endalausir hringir farnir og ávallt reynt að gera betur og skemmta sér enn meira með þetta frábæra tæki í höndunum.Ökumenn léku sér sem börnMeð allt það afl sem þessi bíll býr yfir er slík upplifun svo skemmtileg að leit er að öðru eins. Til þess þarf að taka af skrikvörn bílsins og það alveg óhætt því ef ökumaður missir bílinn úr brautinni gerir það hreinlega ekkert til því víðáttan tók bara við. Þó var ráðlagt að vera ekki nálægt næsta bíl. Margir ökumenn lentu reyndar utan brautar við þessa skemmtun og einhverjir festu sig. Þá dugði yfirleitt að lyfta upp loftpúðafjöðrun bílsins og í flestum tilvikum kraflaði bíllinn sig sjálfur útúr ógöngunum. Allir ökumenn þennan dag breyttust í börn og léku sér eins og enginn væri morgundagurinn og að minnsta kosti skreið undirritaður ávallt úr bílnum rennsveittur af æsingnum og spennunni sem þessu fylgdi. Þá var gott að kæla sig örlítið niður í frostinu sem þarna var, enda staddur í Ölpunum í þónokkurri hæð.Frábær á vegunum líkaÞó svo að Volvo XC90 jeppinn sé tiltölulega nýr af nálinni tókst Volvo að selja 88.000 slíka á síðasta ári og mun örugglega selja talsvert fleiri á þessu ári. Hann fæst nú hér á landi með D5 díslvél, 225 hestafla og í þessari öflugu T8 útfærslu, 407 hestafla þar sem 2,0 lítra bensínvélin skaffar 320 hestöfl og rafmótorar 87 hestöfl. Með þessar drifrás er eyðsla hans í blönduðum akstri aðeins 2,1 lítrar og mengunin 49 g/km og því er hann vörugjaldslaus og fyrir vikið á góðu verði. Þessi útgáfa bílsins er hreint mögnuð og í senn fáguð. Bíllinn er ógnarsnöggur, eða aðeins 5,6 sekúndur í hundraðið og er tog hans heilir 640 Nm. Við sem mættir voru til að reyna þenna skemmtilega jeppa í Þýskalandi fengum líka að aka honum mikið um þýska og austurríska sveitavegi, á hraðbrautum og í ægifögrum bæjum þessa svæðis. Þar fór bíllinn jafn mikið á kostum og í snjónum í Ölpunum og snerpa hans fannst enn betur er hann hafði “fast land” undir fótum.Volvo hefur ekki undan að framleiða XC90Volvo er á fljúgandi ferð þessa dagana, ekki bara XC90 T8 í snjó í Ölpunum. Volvo seldi yfir 500.000 bíla í fyrra og jók mjög við sölu sína milli ára og voru 269.000 þeirra seldir í Evrópu. Mest sala Volvo í einu landi er hinsvegar í Kína, næst mest í Svíðjóð og svo koma Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Volvo hreinlega hefur ekki undan að framleiða XC90 jeppann og er víðast bið eftir honum, en sú bið er alveg þess virði. Þarna fer skuggalegt tæki og fjölhæft í meira lagi.Spólað og spólað á snæviþakinni brautinni og skemmtanagildið eins og það gerist mest.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent