Chan, sem er 62 ára, var sérstaklega vel liðinn af þeim Íslendingum sem aðstoðuðu tökuliðið á meðan á dvöl þess hér á landi stóð. „Hann er algjör toppnáungi,“ sagði einn heimildarmaður Vísis en Chan er einn tekjuhæsti leikarinn í Hollywood.
Í lokapartýinu, svokölluð wrap-up partýi, sem haldið var eftir að tökum lauk rötuðu nokkrir glæsilegir jakkar til íslenskra aðstoðarmanna. Einn þeirra, sem er framleiddur af Jackie Chan, rataði til Jóns Viðars Arnþórssonar, formanns Mjölnis.
Jón Viðar er mikill aðdáandi Kung Fu og Chan. Hann var upp með sér að fá að hitta goðsögnina sem hann segir eiga stóran part í Mjölni og öllum þeim bardagasenum sem Jón Viðar hafi sett upp í íslenskum kvikmyndum.
Jón Viðar birti mynd af sér í jakkanum sem sjá má hér að neðan.