Opel frískir í Genf Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 08:59 Hugmyndabíllinn Opel GT,“sportbíll framtíðarinnar“, er á meðal frumsýningarbíla Opel á bílassýningunni í Genf. Árlega bílasýningin í Genf í Sviss er nú í algleymingi, en fram til 13. mars geta áhugamenn um nýja bíla upplifað helstu strauma og stefnur í bílaiðnaðinum í þeirri ágætu borg. Af nógu er að taka og hafa blaðamenn lokið lofsorði á það óvenju ríkulega úrval sem er á boðstólum að þessu sinni. Einn af þeim bílaframleiðendum sem vakið hafa hvað mesta athygli fyrir sterka innkomu er Opel, en fullyrða má að framlagið beri vott um þá öflugu markaðssókn sem fyrirtækið lagði í fyrir nokkrum misserum síðan og sér ekki fyrir endann á. „Framlag Opel einkennist af meiri tilfinningu, dirfsku og styrk, en nokkru sinni fyrr. Opel er mætt“,sagði Dr. Karl-Thomas Neumann stjórnarformaður Opel í Þýskalandi, á fréttamannafundi, við opnun sýningarinnar í Genf á dögunum. Við sama tækifæri afhjúpaði Dr. Karl-Thomas tvo nýja bíla frá Opel; í fyrsta lagi Opel GT hugmyndabílinn, sem hefur verið kallaður sportbíll framtíðarinnar, en hér er á ferðinni snaggaralegur sportbíll með beina tilvitnun í þann margfræga GT sportbíl sem Opel framleiddi milli áranna 1968 – 1973. Hinn frumsýningargripurinn er sportjeppinn Mokka X. Opel Mokka hefur heillað fjöldann allt frá markaðssetningu hans fyrir 3 árum síðan. Opel Mokka hefur m.a. verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af neytendum í Þýskalandi svo dæmi sé tekið og selst í yfir 500.000 eintökum í Evrópu. „Mokka X kemur með djarfari línum og enn flottari innréttingu, svo að við bíðum spennt eftir viðbrögðum markaðarins.“ segir Dr. Karl-Thomas. Annað nýmæli á sýningunni er Astra TCR í Touring útfærslu. Hann tilheyrir Astra fjölskyldunni sem mikið er látið með um þessar mundir og kosinn var bíll Evrópu rétt um daginn. Í máli Dr. Karl-Thomas kom fram að Opel hefði selt yfir 130 þúsund Opel Astra, hinni nýju, frá því í haust þegar bíllinn sá kom fyrst á markað. Valið á Opel Astra sem bíl ársins „Car of the Year 2016“ sem tilkynnt var í vikunni, er enn eitt blóm í hnappagatið og styrkir enn frekar þær frumkvöðlaraddir sem eru ríkjandi í herbúðum Opel um þessar mundir. „Við lögðum geysilega mikið undir í þróun og markaðsetningu á Opel Astra og sá metnaður og vinna er að skila sér margfalt tilbaka, einsog móttökur,verðlaun og viðurkenningar bera vott um. Astra er tákn um það sem koma skal frá Opel í framtíðinni,“ sagði Dr. Karl-Thomas glaður í bragði og má segja að, miðað við gengi Opel að undanförnu, sé full ástæða til að samfagna Opel á þessum tímamótum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Árlega bílasýningin í Genf í Sviss er nú í algleymingi, en fram til 13. mars geta áhugamenn um nýja bíla upplifað helstu strauma og stefnur í bílaiðnaðinum í þeirri ágætu borg. Af nógu er að taka og hafa blaðamenn lokið lofsorði á það óvenju ríkulega úrval sem er á boðstólum að þessu sinni. Einn af þeim bílaframleiðendum sem vakið hafa hvað mesta athygli fyrir sterka innkomu er Opel, en fullyrða má að framlagið beri vott um þá öflugu markaðssókn sem fyrirtækið lagði í fyrir nokkrum misserum síðan og sér ekki fyrir endann á. „Framlag Opel einkennist af meiri tilfinningu, dirfsku og styrk, en nokkru sinni fyrr. Opel er mætt“,sagði Dr. Karl-Thomas Neumann stjórnarformaður Opel í Þýskalandi, á fréttamannafundi, við opnun sýningarinnar í Genf á dögunum. Við sama tækifæri afhjúpaði Dr. Karl-Thomas tvo nýja bíla frá Opel; í fyrsta lagi Opel GT hugmyndabílinn, sem hefur verið kallaður sportbíll framtíðarinnar, en hér er á ferðinni snaggaralegur sportbíll með beina tilvitnun í þann margfræga GT sportbíl sem Opel framleiddi milli áranna 1968 – 1973. Hinn frumsýningargripurinn er sportjeppinn Mokka X. Opel Mokka hefur heillað fjöldann allt frá markaðssetningu hans fyrir 3 árum síðan. Opel Mokka hefur m.a. verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af neytendum í Þýskalandi svo dæmi sé tekið og selst í yfir 500.000 eintökum í Evrópu. „Mokka X kemur með djarfari línum og enn flottari innréttingu, svo að við bíðum spennt eftir viðbrögðum markaðarins.“ segir Dr. Karl-Thomas. Annað nýmæli á sýningunni er Astra TCR í Touring útfærslu. Hann tilheyrir Astra fjölskyldunni sem mikið er látið með um þessar mundir og kosinn var bíll Evrópu rétt um daginn. Í máli Dr. Karl-Thomas kom fram að Opel hefði selt yfir 130 þúsund Opel Astra, hinni nýju, frá því í haust þegar bíllinn sá kom fyrst á markað. Valið á Opel Astra sem bíl ársins „Car of the Year 2016“ sem tilkynnt var í vikunni, er enn eitt blóm í hnappagatið og styrkir enn frekar þær frumkvöðlaraddir sem eru ríkjandi í herbúðum Opel um þessar mundir. „Við lögðum geysilega mikið undir í þróun og markaðsetningu á Opel Astra og sá metnaður og vinna er að skila sér margfalt tilbaka, einsog móttökur,verðlaun og viðurkenningar bera vott um. Astra er tákn um það sem koma skal frá Opel í framtíðinni,“ sagði Dr. Karl-Thomas glaður í bragði og má segja að, miðað við gengi Opel að undanförnu, sé full ástæða til að samfagna Opel á þessum tímamótum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent