Er Quant F NanoFlowcell forvitnilegasti bíllinn í Genf? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 10:34 Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent