Geggjaður BMW M2 Schnitzer Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 14:45 BMW M2 frá Schnitzer. BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent