Skapvondur fíll eyðilagði 27 ökutæki Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 15:10 Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent