Forstjóri Fiat Chrysler með 1.421 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 13:13 Sergio Marchionne. caranddriver Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent