Leikkonan Abigail Breslin sló heldur betur í gegn í myndinni en hún fór með hlutverk stúlkunnar Olive Hoover.
Myndin fékk Óskarinn árið 2007 fyrir besta handritið og fékk Alan Arkin fyrir besta leikara í aukahlutverki. Olive Hoover var aðalsöguhetja kvikmyndarinnar og var um að ræða krúttlegustu stelpuna í heiminum árið 2006 þegar myndin kom út.
Abigail var níu ára þegar hún lék í myndinni og hefur hún því eðlilega breyst töluvert síðan þá en í dag er hún 19 ára. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Little Miss Sunshine.
Í dag leikur hún í þáttunum Scream Queens á sjónvarpsstöðinni FOX en hér að neðan má sjá hvernig hún lítur út í dag.
