Bílasala í Bandaríkjunum á fljúgandi ferð Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 11:16 Volvo XC90 jeppinn á mikinn þátt í mikilli söluaukningu Volvo í Bandaríkjunum. Autoblog Á síðasta ári var bílasala í Bandaríkjunum einkar góð og framhald er á því á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Salan það sem af er ári bendir til þess að heildarsalan á árinu stefni í 17,7 milljón bíla sölu, nokkru meira en í fyrra. Salan í febrúar var 6,8% meiri en í fyrra. Eins og fyrri daginn er árangur einstakra framleiðanda misjafn. Athygliverð er góð sala Volvo og Land Rover en jafn athygliverð er söluminnkun merkja eins og Chrysler og General Motors. Sala Volvo er 31% meiri í febrúar í ár en í fyrra og Land Rover 30,5% meiri. Reyndar náði Maserati 51,4% meiri sölu í ár en í fyrra en bak við það er fáir bílar. Sala Lincoln bíla var 30,4% meiri, sala RAM 30,4% meiri, Jeep 22,6% meiri og Ford 19,9% og bak við það eru 208.000 bílar í febrúar. Á hinni hliðinni er sala Chrysler 26,1% minni en í fyrra, Mini 23,7% minni, Mazda 16,0% minni, Volkswagen 13,2% minni og það telst kannski eðlilegt vegna disilvélasvindlsins og að margar bílgerðir hafa verið teknar úr sölu. BMW upplifði 10,8% minnkun og Mercedes Benz 0,3% minnkun á meðan Audi náði 2,3% aukningu. Af asísku merkjunum náði Honda mestri aukningu eða 14,9%%, Honda 13,0%, Nissan 12,9%, Toyota 4,7%, Mitsubishi 4,5% og Subaru 1,6% aukningu, en eins og áður sagði minnkaði sala Mazda um 16,0%. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Á síðasta ári var bílasala í Bandaríkjunum einkar góð og framhald er á því á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Salan það sem af er ári bendir til þess að heildarsalan á árinu stefni í 17,7 milljón bíla sölu, nokkru meira en í fyrra. Salan í febrúar var 6,8% meiri en í fyrra. Eins og fyrri daginn er árangur einstakra framleiðanda misjafn. Athygliverð er góð sala Volvo og Land Rover en jafn athygliverð er söluminnkun merkja eins og Chrysler og General Motors. Sala Volvo er 31% meiri í febrúar í ár en í fyrra og Land Rover 30,5% meiri. Reyndar náði Maserati 51,4% meiri sölu í ár en í fyrra en bak við það er fáir bílar. Sala Lincoln bíla var 30,4% meiri, sala RAM 30,4% meiri, Jeep 22,6% meiri og Ford 19,9% og bak við það eru 208.000 bílar í febrúar. Á hinni hliðinni er sala Chrysler 26,1% minni en í fyrra, Mini 23,7% minni, Mazda 16,0% minni, Volkswagen 13,2% minni og það telst kannski eðlilegt vegna disilvélasvindlsins og að margar bílgerðir hafa verið teknar úr sölu. BMW upplifði 10,8% minnkun og Mercedes Benz 0,3% minnkun á meðan Audi náði 2,3% aukningu. Af asísku merkjunum náði Honda mestri aukningu eða 14,9%%, Honda 13,0%, Nissan 12,9%, Toyota 4,7%, Mitsubishi 4,5% og Subaru 1,6% aukningu, en eins og áður sagði minnkaði sala Mazda um 16,0%.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent