Topplaus smár jepplingur Volkswagen í Genf Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 10:46 Volkswagen T-Cross Breeze. Autoblog Volkswagen er að sýna þennan blæjujeppling á bílasýningunni í Genf. Það er langt í frá merkilegast að þetta sé blæjujepplingur því þarna er kominn jepplingur sem Volkswagen ætlar að fjöldaframleiða og verður skotið undir Tiguan jepplinginn, enda nokkru minni. Volkswagen flóran í SUV-flokki hefur einungis samanstaðið af jepplingnum Tiguan og jeppanum Touareg, en til stendur að bæta við þremur nýjum bílum og er þetta sá fyrsti þeirra. Þessi blæjujeppi hefur fengið nafnið T-Cross Breeze, hvort sem nafnið T-Cross mun festast við bílinn. T-Cross er afar smár jepplingur og mætti líkja við fólksbílinn Volkswagen Polo. Volkswagen sýndi T-Roc tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfürt síðast og sá bíll er á stærð við Volkswagen Golf, en jepplingur þó. Hann ætti að vera frumgerð annars af hinum jepplingunum sem Volkswagen ætlar að bæta við í jepplingaflórunni. T-Cross Breeze er með 1,0 lítra bensínvél, 109 hestafla og tengd við 7 gíra og tveggja kúplinga sjálfskiptingu og aflið er einungis sent til framhjólanna. Bíllinn er aðeins 1.250 kíló og ætti að vera mjög hagkvæmur í rekstri og eyðir um 5 lítrum. Hann er þó engin spyrnukerra, enda 10,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 188 km/klst. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Volkswagen er að sýna þennan blæjujeppling á bílasýningunni í Genf. Það er langt í frá merkilegast að þetta sé blæjujepplingur því þarna er kominn jepplingur sem Volkswagen ætlar að fjöldaframleiða og verður skotið undir Tiguan jepplinginn, enda nokkru minni. Volkswagen flóran í SUV-flokki hefur einungis samanstaðið af jepplingnum Tiguan og jeppanum Touareg, en til stendur að bæta við þremur nýjum bílum og er þetta sá fyrsti þeirra. Þessi blæjujeppi hefur fengið nafnið T-Cross Breeze, hvort sem nafnið T-Cross mun festast við bílinn. T-Cross er afar smár jepplingur og mætti líkja við fólksbílinn Volkswagen Polo. Volkswagen sýndi T-Roc tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfürt síðast og sá bíll er á stærð við Volkswagen Golf, en jepplingur þó. Hann ætti að vera frumgerð annars af hinum jepplingunum sem Volkswagen ætlar að bæta við í jepplingaflórunni. T-Cross Breeze er með 1,0 lítra bensínvél, 109 hestafla og tengd við 7 gíra og tveggja kúplinga sjálfskiptingu og aflið er einungis sent til framhjólanna. Bíllinn er aðeins 1.250 kíló og ætti að vera mjög hagkvæmur í rekstri og eyðir um 5 lítrum. Hann er þó engin spyrnukerra, enda 10,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 188 km/klst.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent