Ástralska lögreglan á brjáluðum Benz AMG GLE 63 S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 14:56 Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe í lögreglubúningi. Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent