Sjálfvirkur bremsubúnaður skylda árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 09:32 Allir bílar í Bandaríkjunum árið 2022 verða með sjálfvirkum bremsubúnaði. Autoblog Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent