Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 10:04 Porsche 911 Carrera. Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent
Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent