Bréf BMW falla á 100 ára afmælisárinu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:53 Harald Krüger forstjóri BMW í framtíðartilraunabíl frá fyrirtækinu. Hjá BMW fagna menn nú 100 ára sögu fyrirtækisins en það er ekki hægt að fagna yfir gengi bréf í félaginu um þessar mundir. Fjárfestar hafa áhyggjur af þeirri hörðu samkeppni sem BMW stendur frammi fyrir í flokki lúxusbíla og Mercedes Benz sækir til að mynda verulega á í sölu bíla í heiminum öllum og gæti tekið titilinn af BMW á þessu ári. BMW seldi reyndar meira en nokkrum sinnum áður í fyrra eða alls 2,25 milljón bíla og hagnaður jókst um 10% á milli ára. Hluthafar áttu þó von á meiri arðgreiðslum en meiningin er að greiða út og því hafa bréf í BMW fallið, meðal annars um 2% í fyrradag. Í næstu viku ætlar forstjóri BMW, Harald Krüger að greina frá nýrri stefnu BMW varðandi smíði bíla sinna og með því gæti hann aftur unnið hjörtu fjárfesta og ekki er loku fyrir það skotið að við það tækifæri muni hann kynna nýjan BMW i5 rafmagnsbíl sem blásið gæti bjartsýni brjóst. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Hjá BMW fagna menn nú 100 ára sögu fyrirtækisins en það er ekki hægt að fagna yfir gengi bréf í félaginu um þessar mundir. Fjárfestar hafa áhyggjur af þeirri hörðu samkeppni sem BMW stendur frammi fyrir í flokki lúxusbíla og Mercedes Benz sækir til að mynda verulega á í sölu bíla í heiminum öllum og gæti tekið titilinn af BMW á þessu ári. BMW seldi reyndar meira en nokkrum sinnum áður í fyrra eða alls 2,25 milljón bíla og hagnaður jókst um 10% á milli ára. Hluthafar áttu þó von á meiri arðgreiðslum en meiningin er að greiða út og því hafa bréf í BMW fallið, meðal annars um 2% í fyrradag. Í næstu viku ætlar forstjóri BMW, Harald Krüger að greina frá nýrri stefnu BMW varðandi smíði bíla sinna og með því gæti hann aftur unnið hjörtu fjárfesta og ekki er loku fyrir það skotið að við það tækifæri muni hann kynna nýjan BMW i5 rafmagnsbíl sem blásið gæti bjartsýni brjóst.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent