Vilja tengja saman Vín, Budapest og Bratislava með Hyperloop lest Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:38 Svona sjá skipuleggjendur uppsetningu lestarinnar. Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst smíða háhraðalestir með Hyperloop tækni Elon Musk hafa undirritað samning við ríkisstjórn Slóvakíu til að kanna möguleikann að tengja saman borgirnar Vín, Búdapest og Bratislava í Austurríki, Ungverjalandi og Slóvakíu. Kosturinn við að tengja saman þessar borgir með þessum hætti er hve stutt er á milli þeirra, en á milli Vín og Bratislava er aðeins 56 km sjónlína, en 80 km akstur og á milli Bratislava og Budapest eru 160 kílómetra sjónlína og 200 km akstur. Fyrirtækið sem hyggst smíða lestina heitir Hyperloop Transportation Technologies segir að aðeins muni taka 8 mínútur að koma farþegum milli Vínar og Bratislava og 10 mínútur á milli Vín og Budapest. Nú er unnið að kostnaðaráætlun til verksins og með því kannaður fýsileiki þess. HTT hyggst byggja 8 km tilraunalest í Quay dalnum í Kaliforníu sem á að komast í gagnið árið 2018.Hyperloop lest ferðast í lofttæmdu röri. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst smíða háhraðalestir með Hyperloop tækni Elon Musk hafa undirritað samning við ríkisstjórn Slóvakíu til að kanna möguleikann að tengja saman borgirnar Vín, Búdapest og Bratislava í Austurríki, Ungverjalandi og Slóvakíu. Kosturinn við að tengja saman þessar borgir með þessum hætti er hve stutt er á milli þeirra, en á milli Vín og Bratislava er aðeins 56 km sjónlína, en 80 km akstur og á milli Bratislava og Budapest eru 160 kílómetra sjónlína og 200 km akstur. Fyrirtækið sem hyggst smíða lestina heitir Hyperloop Transportation Technologies segir að aðeins muni taka 8 mínútur að koma farþegum milli Vínar og Bratislava og 10 mínútur á milli Vín og Budapest. Nú er unnið að kostnaðaráætlun til verksins og með því kannaður fýsileiki þess. HTT hyggst byggja 8 km tilraunalest í Quay dalnum í Kaliforníu sem á að komast í gagnið árið 2018.Hyperloop lest ferðast í lofttæmdu röri.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent