Norðmenn nota olíugróðann til að byggja hjólabrautir Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 10:25 Vel verður gert við hjólreiðafólk í Noregi á næstunni. Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent
Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent