Jaguar rafmagnsjepplingur árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 11:15 Svona gæti Jaguar E-Pace jepplingurinn litið út. Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á. Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári. Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018. Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á. Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári. Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018. Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent