100.000 væntanlegar pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 09:26 Hulunni verður svipt af Tesla Model 3 eftir tvo daga og í leiðinni opnað fyrir pantanir í bílinn. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent