Toyota Prius Plug-In-Hybrid í New York Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 17:02 Toyota Prius Plug-In-Hybrid árgerð 2017. Einn þeirra nýju bíla sem kynntur verður á komandi bílasýningu í New York er þessi nýi Toyota Prius Plug-In-Hybrid sem kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Hann verður verðlagður á mjög svo samkeppnishæfu verði, eða aðeins á 25.535 dollara, eða 3,2 milljónir króna. Það er talsvert undir verði tilvonandi nýrrar gerðar Chevrolet Volt bílsins sem kosta mun 32.995 dollara. Toyota Prius Plug-In-Hybrid mun komast 960 kílómetra fullhlaðinn og með fullan tank af eldsneyti. Toyota segir að þessi bíll verði ef eitthvað er betur tæknilega búinn en Volt, sem og Hyundai Ioniq, sem einnig verður sýndur í þremur útfærslum á bílasýningunni í New York, en kosta mun minna. Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður fjögurra sæta bíll og Toyota segir að kaupendur hans meti meira að hafa rúm sæti aftur fyrir tvo fremur en þröng fyrir þrjá og sætin verði einkar þægileg og rúm. Toyota Prius Plug-In-Hybrid tapar 7 kúbikfetum af farangursrými frá venjulegum Prius vegna fyrirferðar rafhlaðanna og gólf farangursrýmisins stendur hærra. Skotthlífin að aftan er úr koltrefjum og með því lækkar Toyota vigt bílsins. Í Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður risastór 11,6 tommu aðgerðaskjár sem minnir á slíka skjái í Tesla Model S og Volvo XC90 og innrétting bílsins verður ríkuleg.Séður að aftan. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Einn þeirra nýju bíla sem kynntur verður á komandi bílasýningu í New York er þessi nýi Toyota Prius Plug-In-Hybrid sem kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Hann verður verðlagður á mjög svo samkeppnishæfu verði, eða aðeins á 25.535 dollara, eða 3,2 milljónir króna. Það er talsvert undir verði tilvonandi nýrrar gerðar Chevrolet Volt bílsins sem kosta mun 32.995 dollara. Toyota Prius Plug-In-Hybrid mun komast 960 kílómetra fullhlaðinn og með fullan tank af eldsneyti. Toyota segir að þessi bíll verði ef eitthvað er betur tæknilega búinn en Volt, sem og Hyundai Ioniq, sem einnig verður sýndur í þremur útfærslum á bílasýningunni í New York, en kosta mun minna. Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður fjögurra sæta bíll og Toyota segir að kaupendur hans meti meira að hafa rúm sæti aftur fyrir tvo fremur en þröng fyrir þrjá og sætin verði einkar þægileg og rúm. Toyota Prius Plug-In-Hybrid tapar 7 kúbikfetum af farangursrými frá venjulegum Prius vegna fyrirferðar rafhlaðanna og gólf farangursrýmisins stendur hærra. Skotthlífin að aftan er úr koltrefjum og með því lækkar Toyota vigt bílsins. Í Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður risastór 11,6 tommu aðgerðaskjár sem minnir á slíka skjái í Tesla Model S og Volvo XC90 og innrétting bílsins verður ríkuleg.Séður að aftan.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent