Síðasti VW Phaeton af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 09:23 Starfsfólk verksmiðjunnar í Dresden fyrir framan síðasta eintakið af Volkswagen Phaeton. Eftir samfellda 14 ára framleiðslu Volkswagen Phaeton lúxusbílsins hefur síðasta eintak hans runnið af færibandinu í hinni mögnuðu og gegnsæju verksmiðju Volkswagen í Dresden, en hún er að mestu byggð úr gleri. Þetta síðasta eintak bílsins markar ekki bara endalok Phaeton heldur verður framleiðslu bíla alveg hætt í verksmiðjunni og henni breytt í sýningarstað Volkswagen fyrir rafbíla- og tölvutækni. Í raun hefur þessi verksmiðja verið að hluta til gestamiðstöð þar sem fólki er gefinn kostur á því að sjá hvernig bílar eru settir saman og þar er athyglivert að koma. Þegar Volkswagen Phaeton var kynntur árið 2002 var honum beint í samkeppninni við bíla eins og Mercedes Benz S-Class, BMW 7 og Audi A8. Það vantaði þó alltaf lúxusbílmerkið ofan á húddið á Phaeton og því varð þessi bíll aldrei sannfærandi í samkeppninni við hina þó svo hann væri býsna vel smíðaður og vandaður bíll. Hann seldist því aldrei mjög vel og Volkswagen tapaði fé á hverjum einasta bíl sem seldur var. Phaeton hefur fengið vélbúnað allt frá hóflegum V6 vélum uppí W12 vél með 6,0 lítra sprengirými og V10 TDI dísilvél. Þetta síðasta eintak Phaeton fékk hinsvegar 4,2 lítra V8 vél, líklega þá sömu og finna má í Audi A8. Nýr bíll Volkswagen, Phideon sem aðeins verður framleiddur og seldur í Kína er byggður á Phaeton og mun því halda arfleifð hans á lofti í einhvern tíma.Innan í verksmiðjunni er starfsemi var í fullum gangi,Verksmiðjan séð að utan, að mestu smíðuð úr gleri. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Eftir samfellda 14 ára framleiðslu Volkswagen Phaeton lúxusbílsins hefur síðasta eintak hans runnið af færibandinu í hinni mögnuðu og gegnsæju verksmiðju Volkswagen í Dresden, en hún er að mestu byggð úr gleri. Þetta síðasta eintak bílsins markar ekki bara endalok Phaeton heldur verður framleiðslu bíla alveg hætt í verksmiðjunni og henni breytt í sýningarstað Volkswagen fyrir rafbíla- og tölvutækni. Í raun hefur þessi verksmiðja verið að hluta til gestamiðstöð þar sem fólki er gefinn kostur á því að sjá hvernig bílar eru settir saman og þar er athyglivert að koma. Þegar Volkswagen Phaeton var kynntur árið 2002 var honum beint í samkeppninni við bíla eins og Mercedes Benz S-Class, BMW 7 og Audi A8. Það vantaði þó alltaf lúxusbílmerkið ofan á húddið á Phaeton og því varð þessi bíll aldrei sannfærandi í samkeppninni við hina þó svo hann væri býsna vel smíðaður og vandaður bíll. Hann seldist því aldrei mjög vel og Volkswagen tapaði fé á hverjum einasta bíl sem seldur var. Phaeton hefur fengið vélbúnað allt frá hóflegum V6 vélum uppí W12 vél með 6,0 lítra sprengirými og V10 TDI dísilvél. Þetta síðasta eintak Phaeton fékk hinsvegar 4,2 lítra V8 vél, líklega þá sömu og finna má í Audi A8. Nýr bíll Volkswagen, Phideon sem aðeins verður framleiddur og seldur í Kína er byggður á Phaeton og mun því halda arfleifð hans á lofti í einhvern tíma.Innan í verksmiðjunni er starfsemi var í fullum gangi,Verksmiðjan séð að utan, að mestu smíðuð úr gleri.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent