Tónlist

Hreppir Óli Arnalds aftur BAFTA-verðlaunin?

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ólafur Arnalds bjóst ekki við tilnefningu í þetta skiptið en fékk hana samt.
Ólafur Arnalds bjóst ekki við tilnefningu í þetta skiptið en fékk hana samt. Vísir/Valli
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er aftur tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna fyrir tónlist sína í bresku spennuþáttunum Broadchurch. Ólafur vann sömu verðlaun fyrir tveimur árum síðan fyrir fyrri seríu sama þáttar. Í samtali við Nútímann sagði hann að þar af leiðandi hafi hann ekki reiknað með tilnefningu í ár.

Ólafur deildi þakklæti sínu á Facebook síðu sinni í dag til helstu samstarfsmanna sinna. Þar mátti finna tvo liðsmenn rokksveitarinnar Agent Fresco, þá Arnór Dan söngvara og Þórarinn Guðnason gítarleikara, sem koma báðir við sögu í hljóðheimi Broadchurch. Einnig voru þar á lista fiðluleikarinn Viktor Orri Árnason, Snorri Hallgrímsson tónskáld og Arnþór Örlygsson hljóðmaður.

Broadchurch þættirnir eru gífurlega vinsældir í Bretlandi og er stefnt á þriðju seríuna en tökur hefjast á henni í maí. Einnig hefur verið gerð stuttlíf bandarísk endurgerð af þáttunum sem hét Gracepoint, en þær þættir náðu aldrei yfir í aðra seríu.

BAFTA-sjónvarpsverðlaunin verða afhent 8. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Ólafur Arnalds hlaut bjartsýnisverðlaunin

Ólafur Arnalds tónlistarmaður hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin, sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og verðlaunafé að fjárhæð ein milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×