Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Birgir Örn Steinarsson skrifar 31. mars 2016 14:07 Aníta Briem er mætt aftur til starfa í Hollywood. Vísir Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki. Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki.
Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00