Porsche hologram þrívíddarauglýsing í tímariti Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 12:45 Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent
Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent