Skoda kaupir í kínverska bílaframleiðandanum SAIC Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 11:24 Skoda VisionS jeppinn mun fást strax á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í Kína. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent