Hraðatakmörkunum aflétt á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 09:58 Brátt má aka Nürburgring akstursbrautina í Þýskalandi á ótakmörkuðum hraða. Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent